Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 63
B Ú N A Ð A R R I T
57
sér stað. Þróun, sem af bændum og öðrum, er að
landbúnaði starfa, er unnið að með meiri stórhug
og atorku, en nokkru sinni fyrr. Þetta veldur örari
breytingum, en áður hafa þekkzt, svo að jafnvel nálg-
ust byltingu á sumum sviðum. Vér vonuin að þessi
sýning bregði upp nokkrum skyndimyndum frá þess-
ari hlið landbúnaðarins.
Þá viljum vér og benda á þátt landbúnaðarins í
þjóðarbúskapnum. Sá þáttur er oft vegna ókunnug-
leika og vantandi upplýsinga, talinn miklu minni en
rétt er. Landbúnaðarframleiðslunnar er að mestu
neytt innanlands. Það vill því oft gleymast, þegar Iitið
er á útflutningsskýrslur og þar sést hve lítið land-
búnaðarafurða gætir í heildarútflutningnum, að um
•10% og síðuslu árin yfir það, af landbúnaðarfram-
leiðslunni er notað innanlands til þess að fæða og
klæða þjóðina.
Vér viljum einnig ieiða athygli sýningargesta að
þeirri skuld, sem vér teljum að þjóð vor öll sé í við
landbúnaðinn. Þann atvinnuveg, sem allt frá land-
námi hefur þróað menningu vora og gert þjóðina að
því sem hún nú er. Þrátt fyrir erlent ofríki um fleiri
aldir og margs konar áþján aðra, hefur landbúnaður-
inn forðað kynstofni vorum frá úrkynjun og hnign-
un, en hér hefur orðið til sérstæð menning, sem vér
erum hreykin af og viljum varðveita sem dýrustu eign
þjóðarinnar.
Vér viljum loks með sýningu þessari, Jeiða huga
iólksins í þéttbýli, og þá sérstaklega i höfuðborginni,
Reykjavík, að því, hvernig kjör og aðstæður sveita-
fólksins eru. Vér viljum benda á hvjjík þjóðarnauð-
syn það er, að nægilega margt fóllc fáist til þess að
búa i strjálbýli og stunda framléiðslustörf í sveitum.
Landvarnarmenn þjóðar vorrar eru til annarrar hand-
ar það fólk, sem jörðina erjar, en til hinnar sjómenn-
nnir, sem sækja á djúp hafsins. Ef vér metum ekki
L