Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 72
66
BÚNAÐARRIT
l>ar öðrum framar, en Sigurgeir Jónsson, bóndi á
Helluvaði, hefur þó að minu áliti verið snjallastur
þeirra, sem ég hef kynnst og jafnframt einhver allra
snjallasti núlifandi fjárræktarmaður þessa lands.
Sigurgeir á Helluvaði er nú á áttræðisaldri og farinn
að heilsu. Ég notaði því tækifærið á síðast liðnu
sumri og hitti hann að máli, til þess að fræðast nokk-
uð um fjárrækt hans. Einkum fýsti mig að kynnast
því, hvaða stefnu og viðhorf hann hafði haft á yngri
árum, sem leiddi hann að því glæsilega takmarki,
sein reynzlan hefur þegar sýnt, að hann náði.
Ég liafði í fyrra, er ég ritaði grein um fjárrækt
Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, ákveðið að skrifa
smáinsaman greinar um fjárrækt nokkurra meslu fjár-
ræktarmanna landsins, sem ég hef liaft kynni af.
Akvað ég þá fyrst að skrifa um slörf þeirra, sem nú
voru hnignir að aldri, en síðar um fjárrækt þeirra,
sem enn eru í fullu starfsfjöri.
Þegar skýrt er frá fjárræktarstarfi Sigurgeirs á
Helluvaði, þá er um leið getið merkis þáttar í fjár-
ræktarsögu Suður-Þingeyinga.
Sigurgeir er fæddur á Helluvaði árið 1876, sonur
Jóns Hinrikssonar skálds og bónda á Helluvaði og
víðar og síðustu konu lians Sigríðar Jónsdóttur bónda
á Arnarvatni. Sigurgeir ólst upp i föðurhúsum. Strax
í bernsku kynntist hann harðýðgi íslenzkrar náttúru
á árunum milli 1880 og 1890. Hann lærði þá strax
að vinna hvers konar sveitastörf eins og allir drengir
í sveitum urðu þá að gera. Þegar í bernsku hafði'
Sigurgeir mjög mikið yndi af skepnum, einkum þó
sauðfé. Er hann var 10 ára að aldri eignaðist hann
fyrstu kindina, gimbrarlamb, sem faðir hans gaf
honum.
Þessi fyrsta kind Sigurgeirs var stór og dugnaðar-
leg en nokkuð malasigin og of björt í andliti, fyrir
smekk Sigurgeirs. Faðir hans hafði mestar mætur á