Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 78
72
BÚNAÐARRIT
hann ekki hafa átt þess kost að fóðra féð nógu vel
á þessum árum, lil þess að það gæti sýnt, livað í
því bjó, en þá þegar telur hann, að það hafi verið
orðið eðlisbetra en fé margra annarra. Eigi skorti þó
Sigurgeir vilja, til þess að ala fé sitt vel á þessum
árum, heldur getu. Hann bjó við lílil el'ni, með stóra
fjölskyldu á túnlítilli og slægnai'ýrri heiðajörð. Tað-
an fór öll og meira íi! handa kúm, en féð fékk að-
eins létt mýrahey, en margir sveitungar hans áttu
völ flæðiengja heyja handa fé sínu og stóðu því
betur að vígi um að loðra það vel, því þá þekktist
ekki fóðurbætisgjöf handa sauðfé. Á tímabilinu frá
1900—1920 keypti Sigurgeir öðru hvoru lcynbóta-
hrúta. Hann lagði áherzlu á að fá þá sem líkasta
sínu fé að útliti og eiginleikum, og valdi ávalt þétt-
holda og lágfætta hrúta. Allir þessir hrútar voru úr
Bárðarda! og Mývatnssveit, nema einn frá Möðrudal,
sá hrútur reyndist illa og útrýmdi Sigurgeir strax
öllum afkvæmum hans.
Sigurgeir keypti nokkrar ær úr l'járræktarbúi
Þingeyinga (stofnað 189(5), er það var lagt niður.
Þær voru stórar og holdþunnar og reyndust ekki til
kynbóta. Yfirleitt leitaðist Sigurgeir við að nota
eldri hrúta en síður lambhrúta og aðra óreynda
lirúta. Vildi hann vita hvernig þeir liefðu reynst áður
en hann blandaði þeim við fjárstofn sinn.
BezLi hrútur, sem Sigurgeir keypti fyrir 1915, var
að hans dómi Brennir frá Sigurgeir Guðnasyni í
Brenniási. En er Þórður í Svartakoti flutti suður á
Rangárvelli keypti Sigurgeir af honum 4 vetra hrút,
er Sóleyjarsonur hét. Nolaði Sigurgeir hann í 3 vetur.
Álítur hann að það hafi verið lcostamesti og réttast
skapaði hrúturinn, er hann keypti í búskap sínum.
Gerði hann miklar kynbætur á Helluvaði.
Á fyrsta og öðrum tug aldarinnar gerði Sigurgeir
á Helluvaði tilraun með ræktun kollótts fjár úr
j