Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 88
82
BÚNAÐARRIT
að halda héraðssýningar við og við og sýna þá líka
ær í skyldleikaflokkum. Þennan hátt ættu öll bún-
aðarsambönd að taka upp. Halda hrútasýningar
fjórða hvert ár, héraðssýningar við og við og halda
ættartölubók fyrir beztu hrúta og ættir. Búnaðar-
sambandið hér hefur að undanförnu veitt sérstök
(príma)verðlaun fyrir beztan hrút á hverri sýningu.
Þetta er góð nýjung, eykur kapp manna að eignast
afburðagóðar kindur, gefur betri skilgreiningu á
hverri sýningu í heild og nauðsynlegt umræðuefni
fyrir þann, sem stjórnar sýningunni.
Þessar ákveðnu sýningar (fjórða hvert ár) voru
nú haldnar í fyrsta sinn hér á svæði búnaðarsam-
bandsins í haust. Voru sýningarnar vel sóttar, og al-
mennur áhugi meðal bænda fyrir því, að velja og
bæta hið innflutta sauðfé, svo sem bezt má verða.
Það kom í minn hlut að stjórna sýningunum og þá
að sjálfsögðu um leið, að hvetja bændur til fram-
taks og ástundunar við kynbætur sauðfjárins. Virtist
mér allt slíkt falla i góðan jarðveg og er það vel,
að Suður-Þingeyingar haldi fornum hætti við um-
bætur í sauðfjárrækt.
Vestan Skjálfandaf)jóts er féð innflutt frá Vest-
fjörðum, en austan fljótsins er það fengið austan
fyrir Jökulsá, mestmegnis úr Axarfirði. Bændur þar
eystra hafa um alllangt skeið keypt hrúta, til kyn-
bóta, úr Suður-Þingeyjarsýslu, enda ber þetta inn-
flutta fé, austan Skjálfandafljóts, glögg merki þess.
Má því raunar segja, að bændur hér austan fljóts
hafi fengið sitt eigið fé aftur. En vestan fljótsins er
allt öðru máli að gegna. Þar vottar varla fyrir nokkr-
um svip af þingeysku fé.
Hrútarnir á sýningunni i haust reyndust betur en
adla mætti, eftir að féð er innfiutt lítt valið fyrir
skömmum tíma. Vestan fljótsins eru nokkrir hrútar
góðir, voru þeir allir kollóttir og af Kleifa-kyni.