Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 94
Skýrsla
um ferð til Danmerkur, Svíþjóðar
og Stóra-Bretlands.
Eftir Halldór Púlsson.
Þegar ég undirritaður, vorið 1944, fór til Banda-
ríkja Norður-Ameríku að tilhlutun milliþinganefndar
Búnaðarþings, átti ég einnig að fara til Stóra-Bret-
lands. Þangað komst ég þó ekki, vegna þess að ég
fékk ekki leyfi, til þess að koma til landsins. Vorið
1948, er ég þurfti til Svíþjóðar á fund Skandinavískra
sauðfjárræktarráðunauta, í byrjun júní, þá átti ég tal
um það við atvinnumálaráðherra, Bjarna Ásgeirsson,
hvort ég ætti ekki að taka upp þráðinn, þar sem frá
var horfið í lok Ameríkuferðarinnar 1944 og kynna
mér, eftir því sem tími ynnist til, ýmislegt varðandi
markaðshorfur á islenzkum sauðfjárafurðum í Sví-
þjóð, Danmörku og Bretlandi, og hvort líkur væru lil
þess, að breyta þyrfti um meðl'erð á vörum okkar, til
þess að gera þær útgengilegri. Ráðherra veitti sam-
þykki sitt til þess, að ég gerði þeLta.
I. KAFLI
Fundur Skandinavískra sauðfjárræktarráðunauta
haldinn að Herrökna í Svíþjóð 4. og 5. júní 1948.
Á fundi þessum, sem haldinn var á tilraunabúgarði
sænska sauðfjárræktarsambandsins, mættu auk und-
irritaðs, Hr. Nils Insulander, ríkisráðunautur Svía í
sauðfjárrækt, Hr. N. Inkovaara, ríkisráðunautur
Finna í sauðfjárrækt og ritari finnska sauðfjárrækt-