Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 95
BÚNAÐ ARIiIT
89
íirsambandsins, Hr. Sigurd Bell, ríkisráðunautur
Norðmanna í sauðfjárrækt og hr. H. Nislev, ríkis-
ráðunautur Dana í sauðf járrækt. Fundur þessi fór
hið bezta fram. Hver ráðunauturinn flutti einn fyrir-
lestur. Ríkisráðunautur Finna talaði um nýskipan á
verzlun og mati á gærum í Finnlandi.
Ríkisráðunautur Dana talaði um baráttu við
snýkjudýr í sauðfé í Danmörku, einkum lifrarigðuna
ng hvernig sigrazt var á henni.
Ríkisráðunautur Norðmanna talaði um, hvernig
norskir fjáreigendur hagnýta hálendið og afréttina
fyrir sauðfé á sumrum.
Undirritaður gaf yfirlit um íslenzkt sauðfé og sauð-
fjárrækt á íslandi.
Ríkisráðunautur Svía talaði um liina 4 stofna
gamla sænska fjárkynsins og sýndi okkur fé tilrauna-
búsins, en þar voru þessir stofnar ræktaðir, ásamt
3 brezkum lioldakynjum.
Á eftir liverju erindi urðu allmiklar umræður, sum-
part lit lrá efni erindanna, en einnig bárust í tal hin
fjölmörgu vandamál, sem sauðfjárræktin í hverju
landinu fyrir sig átti við að stríða. Ráðunautarnir
skýrðu hvor öðrum frá margs konar reynslu sinni,
aðferðum við dóma á fé o. fl. Einnig var ntikið rætt
iim, hvernig bezt væri fyrir komið skýrsluhaldi um
afurðagjöf fjárins, ættbókum o. fl., og reynt að sam-
i’æma aðferðir hinna ýmsu landa, eftir því sem við
varð komið. Mikið var rætt um skilyrði til sauðfjár-
ræktar og hvaða fjárkyn heppilegast væri að rækta í
hverju þessara landa. I Danmörku er sauðfjárrækt
mjög lítil. Fé fjölgaði nokkuð í stríðinu vegna mik-
illar vöntunar á ull og skinnum, en hefur fækkað
aftur og er nú komið niður í 86 þúsund. Danmörk
€l’ ekki gott sauðfjárræktarland. Óræktað beitiland
€r þar vart til, en sauðfjárrækt er hvergi glæsileg at-
vinnugrein, nema þar sem allvíðlend beitilönd eru