Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 96
90
BÚNAÐARRIT
fyrir hendi. Sauðfé í Danmörku er að mestu leyti af
brezkum uppruna, hreinræktuð Oxford Down og
Leicester kyn og nokkuð af kynblendingum. í Sví-
þjóð er einnig lítil sauðfjárrækt. Nú eru þar um 250
þúsund fjár. Fé fjölgaði þar allverulega í siðasta
stríði, en hefur fækkað aftur, þrátt fyrir mikla eftir-
spurn eftir sauðfjárafurðum og hátt verð á þeim.
Landið er yfirleitt illa fallið til sauðfjárræktar. Þar
skiptist á ræktað akurlendi og tún annars vegar og
skógar hins vegar, en litið um beitiland, sökum þess,
hve skógarnir eru snauðir af gagnlegum beitargróðri.
Þar að auki er mikið af villidýrum, úlfum, refum,
gaupum og bjarndýrum, sem gera oft mikinn usla í
sauðfé bænda. I Svíþjóð eru ræktuð 4 fjárkyn, inn-
lenda sænska féð (landrasinn) og þrjú kyn brezk.
Cheviot, Shropshire og Oxford Down. Auk þess eru til
fáeinar kindur af fleiri brezkum kynjum, einkum
Leicester, sem hefur hlandazt nokkuð við innlenda
féð. Innlenda sænska féð hefur verið ldofið i 4 stofna
með tilliti til ullarinnar, vaðmáls, rýa, pels og fín-
ullað fé. Hinir tveir fyrst nefndu stofnarnir eru með
líka ull og íslenzka féð, og er mun fleira fé af þeim
i Svíþjóð en af hinuin tveim, en pelsféð hefur verið
ræktað með tilliti til þess, að haustlöinbin gefi verð-
inætar gærur til loðfeldaframleiðslu. Fínullaða féð
hefur verið ræktað þannig, að toginu hefur verið út-
rýmt með úrvali, svo ullin er mjög mjúk og fín. Fé
al' sænska landrasanum er ræktað í Norður- og Mið-
Sviþjóð, þar sem nokkuð er af óræktuðu beitilandi, en
brezku kynin eru ræktuð í Suður- og Mið-Svíþjóð á
ræktuðu landi. Nú á síðari árum hefur fé af þessu kyni
fjölgað nokkuð á kostnað brezku kynjanna, þvi það
horgar sig víðast hvar betur að rækta innlenda sænska
leð en brezku lcynin, einkum vegna þess, að það þarf
minni umhirðu, ferst síður af slysum, er frjósamara
og meira mjólkurfé en brezku lcynin og gefur jafn-