Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 105
B Ú N A Ð A R RIT
99
öðru lagi hafa brezk stjórnarvöld haldið verði til
neytenda á kjöti og ýmsum öðrum þýðingarmestu
matvörum óbreyttu síðan fyrir stríð, en borga bænd-
um alla nauðsynlega verðhækkun beint úr ríkissjóði.
fslendingar geta alls ekki selt kjötið öðrum en brezka
inatvælaráðuneytinu, sem er ófáanlegt, til þess að
greiða fyrir það eins liátt verð og við þurfurn að fá
og ekki einu sinni eins hátt og við getuin fengið á
lrjálsum markaði í Svíþjóð eða Danmörku. í þriðja
lagi höfum við svo lítið kjötmagn á boðstólum handa
Bretum, að þeir telja það ekki ómaksins vert að kaupa
það fyrir slíkt geypiverð, sem þeir telja það verð vera,
sem við viljum fá fyrir kjötið. Öðru máli væri að
gegna, ef við gætuin boðið Bretum inikið magn af
kjöti, t. d. milljón skrokka, þá væri vafalaust hægt að
fá hátt verð fyrir það, því kjötslcortur í Bretlandi er
gífurlegur, og þá mundi muna eitthvað um íslenzka
kjötið. Af þessum ástæðum þurfum við ekki að bú-
ast við að fá liagstæðan kindakjötsmarkað í Bretlandi
á næstu árum, eða á meðan jafn geigvænlegur munur
er á verði á matvöru þar og hér.
Allar aðferðir við verkun og geymslu kjöts, sem flutt
er til Bretlands, eru óbreyttar frá því fyrir stríð, þ. e.
a. s. þar er eingöngu noluð hin venjulega hægfrysti-
aðferð. Kjötið er fryst við 14° C. og geymt við
-5- 9° til -r- 10° C. Ástæðan fyrir því að skarpfrysting
kindakjöts liefur ekki verið tekin upp í löndum þeim,
wm selja Bretum kjöt, þ. e. Nýja-Sjálandi, Ástralíu og
Suður-Afríku, er einkum sú, að það myndi auka mjög
kostnaðinn og Bretar vilja ekki greiða þeim mun hærra
verð fyrir kjötið, sem því nemur. í öðru lagi er skarp-
frystingin óþörf, ef kjötið kemst á markað innan 5—6
mánaða frá því það er fryst, en allt útflutningskjöt
frá þessum löndum er yfirleitt flutt til Bretlands innan
þess tíma.
Það myndi kosta sauðfjárframleiðendur á Suður-