Búnaðarrit - 01.01.1948, Síða 107
BÚNAÐARRIT
101
ákveðna tillögu um breytingu á frystirigar- og geymslu-
aöferðum okkar á kjötinu fyrr en eftir að ég hefði
kynnt mér það mál einnig í Bretlandi, nema hvað ég
benti á, að æskilegt væri að geyma það kjöt, sem selja
ætti frosið að sumrinu, við nokkru meira frost en
gert hafði verið. Síðan hefur verið unnið að því að
breyta kjötfrystihúsunum hér á landi þannig, að hægt
væri að skarpfrysta kjötið í þeim og geyma það við
-r- 15° til -í- 18° C. Nú er svo komið þessari þróun, að
í l'lestum frystihúsunum er hægt að frysta kjötið við
-r- 24° C. til -f- 30° C. og í engu húsinu þarf að geyma
kjötið við minna frost en ca. 4- 14° C.
■ ■ Tillögur um kjötverzlun.
A. Haldið verði áfram þeirri stefnu, sem Samvinnu-
félög bænda liafa þegar hafizt handa um, að breyta
þannig frystihúsunum, að sem mest af lcjötframleiðsl-
unni megi skarpfrysta við 4-25° C. og geyina við ca.
4- 17°. A. m. k. verði allt kjöt, sem þarf að flytja út,
eða sem þarf að selja innanlands eftir aprílbyrjun,
verkað á þennan hátt. Þess verði gætt að selja hæg-
frysta kjötið allt fyrri hluta vetrar áður en byrjað er
að selja skarpfrysta kjötið.
B. Ekki verði lagt mikið í líostnað nú sem stendur
við að hraðfrysta stykkjað kjöt í umbúðum. Slíkt er
áþarfa kostnaður, sem hvergi er talinn eiga rétt á sér,
uema í örsmáum stíl í Ameriku og þá er það helzt
fuglakjöt, sem er hraðfryst. Rétt er þó að halda áfram
enn í smáum stíl að hraðfrysta úrvalsstykki, hrygg og
læri, úr lambaskrokkum og geyma það til sumarsins,
en spaðsalta frampartana í sláturtíð til neyzlu innan
!ands. Sé þetta gert, þá sker reynslan fljótlega úr því,
hvort það svarar lcostnaði, og bvort til eru hér neytend-
ur, sem eru reiðbúnir til þess að greiða það hærra verð,
sem auknum kostnaði nemur, fyrir hraðfryst innpakk-
uð kjöt en skarpfryst kjöt. Þennan samanburð þarf að