Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 108
102
BÚNAÐARRIT
gera á hraðfrystu kjöti og skarpfrystu kjöti, en ekki á
hraðfrystu og hægfrystu kjöti. Hraðfryst kjöt er vitan-
lega betri vara en 8—11 mánaða kjöt, sem geymt hefur
verið við -r- 9° til h- 10° C., en það er talið engu betra
en skarpfryst kjöt, sem liefur verið gevmt við -=- 17°
til -- 18° C.
II. Um útflutning á kindakjöti.
Þar sem allt útlit er fyrir að erfitt muni verða að
selja ísl. kjöt á brezkum markaði á næstu árum, vegna
liins gífurlega verðmunar hér og þar, þá þarf að vinna
að sölu kjötsins í Skandinavíu og þá einkum í Svíþjóð
og Danmörku. í báðum þessum löndum og jafnvel í
Noregi líka mun verða hagstæðara fyrir okkur, að selja
kindakjöt og aðrar sauðfjárafurðir í framtíðinni, en i
Iiretlandi. Vegna kjöteklu í þessum löndum og þar af
leiðandi tiltölulega litlum verðmun á úrvals kjöti eins
og dilkakjötinu íslenzka og lakari vöru eins og ær-
kjöti, er rétt að flytja út hlutfallslega meira magn af
ærkjöti en lambakjöti a. m. k. á næstunni. Rétt er þó
að flytja eitthvað út af lambakjötinu með ærkjötinu,
til þess að kaupendur viti, hve góða vöru við höfum
upp á að bjóða. Getur það orðið til þess að tryggja þar
framtíðarmarkað, eftir að meira jafnvægi kemst á at-
vinnulífið, og neytendur þessara landa fara að hafa
efni á því aftur, að sækjast eftir lúxusvörum til neyzlu.
Þótt það ástand ríki nú hér á landi í sauðfjárræktinni,
að lítið þurfi að flytja út af kindakjöti, þá er það
víst, að rás viðburðanna í framleiðslumálum þjóðar-
innar snýr brátt við inn á þá braut, að sauðfjárræktin
vex og sauðfjárafurðir verða aftur fluttar út í stórum
stíl, því sauðfjárafurðir er auðvelt að framleiða liér á
landi, og þær eru einhverjar beztu og eftirsóknarverð-
ustu vörur, sem íslenzka þjóðin framleiðir og hefur
nokkurn tíma framleitt, næst þorskalýsinu og síldar-
lýsinu. Þess vegna verðum við að halda við kjötsölu-