Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 110
104
BÚNAÐARRIT
eins og nauðsynlegt er að gera, til þess að hægt sé að
hagnýta ullina á heppilegasta hátt, hvort heldur unnið
er úr henni í landinu eða hún er flutt út. Einnig er
verið að stækka og endurbæta ullarverksmiðjuna Gefj-
un sjálfa, svo að þar verður hægt að auka mjög ullar-
iðnaðinn og gera hann fjölbreyttari og betri en áður.
Þegar þessum framkvæmdum S. í. S. verður lokið, má
vonast eftir að ullarmálin komist í gott lag á skömm-
um tíma.
Enn hafa reglur uin gæðamat og flokkun á óþveg-
inni ull ekki verið gefnar út. Það veldur m. a. því
vandræðaástandi, sem nú ríkir í ullarverzluninni í
Iandinu. Ullarþvottur lieima á bæjum er að liverfa úr
sögunni, sem eðlilegt er, og flestir bændur selja ullina
óhreina. Verzlanirnar láta sumpart þvo hana óflokk-
aða með gömlu aðferðinni í pottum og lækjum, eða í
ófullkomnum þvottavélum með ærnum kostnaði, en
sumpart selja þær hana óþvegna úr landi, sem ekkert
er við að athuga, svo framarlega sem hún væri flokkuð
el'tir föstum reglum, svo að um „standard“ vöru væri
að ræða. Hjá sumum hændum er sleifarlagið hvað
ierst. Það fer stöðugt í vöxt, að fé sé látið vera í ullu
á sumrin. Telja sumir bændur sér trú um þá fjar-
stæðu, að ekki svari kostnaði að hafa samtök með að
smala fé og rýja það á vorin. Þetta er óþolandi van-
ræksla. Með þessu móti er skemmd og eyðilögð verð-
mæt gjaldeyrisvara, sem mikil eftirspurn er eftir.
Ullarféð vanþrífst og kindur lenda stundum í ullar-
höftum og drepast af því eða eyðileggjast. Margir eru
svo þeir trassar, að rýja ekki tvíreifaða féð á haustin
strax og það næst, heldur láta það drasla í gömlu ull-
inni til vors, svo oft sjást kindur í 3 reifum.
Síðustu árin hefur íslenzka ullin hækkað nokkuð 1
verði frá því á stríðsárunum og verið seld í slöttum til
ýmsra landa. Þar sem íslenzk ull er nú sem stendur ekki
„standard“ vara að verkun og gæðum (flokkun) og lík-