Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 126
120
BÚNAÐARRIT
ið kýr, sem eru öðruvísi en þeir áttu von á, hvað
þetta snertir. Nú lief ég aftur gert sams konar yfirlit
yfir kýrnar í nautgriparæktarfélögunum 1947. Þar
við er þó að athuga, að ég hef ekki enn fengið
skýrslur frá öllum félögunum, svo að hér eru ekki
allar þær kýr með, sem hefðu getað orðið það, ef
ég hefði beðið lengur með að skrifa þessa grein.
Enn er þess að geta, að í samanburð sem þennan,
má ekki taka með kýr sem burður færist til á. Ég
hef ekki tekið neina kú, sem burður hefur færzt til
á um meira en mánuð, og því er samanburðurinn
gerður ineð miklu færri kýr en í félögunum eru.
Kýrin, sem burður er færður fram á, kemst ekki í
eins háa nyt eftir burðinn, og annars hefði verið.
og kýrin, sem færð er aftur svo nokkru nemi, kemst
í hærri nyt eftir burðinn, en ella. Það verður því
ósamræmi í ársnytinni og nytinni eftir burðinn, ef
burðurinn færist nokkuð að ráði til, og því hef ég
ekki tekið þær kýr með sem þannig er ástatt um.
Á skýrslu þeirri er hér með fylgir, sést nú þessi
samanburður á ársnytinni, og nytinni eftir burðinn.
Þar sést líka breytingin, sem orðið hefur á nythæð
kúnna fyrst eftir burðinn. En til þess að gera hana
sem ljósasta, þá set ég þetta yfirlit, sem raunar er
í töflunni.
Kýrnar flokkast þannig eftir nythæð fyrst eftir burð:
Mesta dagsnyt Hlutfallstala kúnna
eftir burð 1929 1947
Undir 10 kg 4,87 0,34
Milli 10 og 11 kg 8,09 0,75
— 11 12 — 10,59 1,16
— 12 — 13 — 17,65 3,62
— 13 — 14 — 14,93 4,86
— 14 — 15 —- 15,38 8,78
— 15 — 16 — 11,80 11,71
16 _ 17 — 7,82 U,94