Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 130
124
BÚNAÐARRIT
um, en það er, að ekki sé mögulegt að fá kúna til
að éta nema 10—12 kg af heyfóðri á dag. Þetta hefur
mér verið sagt af svo mörgum mönnum í vissum lands-
hlutum, að mér lá við að trúa því, en við að fá einstaka
menn til að reyna að fá kýrnar til að éta meira,
og sjá árangurinn af því, hef ég sannfærzt um að
hér er einungis um trú og vana að ræða, og annað
ekki. Á Norður- og Vesturlandi er algengt að gefa
kúm allt upp í 15—17 kg á dag af töðu og ber ekki
á öðru en þær éti það vel. Sunnanlands, þar. sem
áður fyrr var talið að engin kýr gæti étið neina 12
kg mest, eru nú orðnar margar kýr sem éta orðið
töðu eins og norðlenzkar kýr, og sýnir það, að hér
hefur verið um trú að ræða, sem lielgazt hefur af
gömlum vana, og annað ekki. Nokkuð hefur áunnizt
í þá átt, að menn fóðri kýrnar eftir því sem þær
mjólka, en mikið vantar þó á að svo sé gert enn. / heilci
niá segja að fóðrun kúnna hafi batnað, en vanti þó
cnn mikið á að vera orðin eins og liún þarf og á
uð verða, til þess að sem beztur árlegur arður fáist
af hverri einustu kú.
Arðsemi kúnna.
Með hækkaðri ársnyt hlýtur arðsemin að aukast,
sé kýrin fóðruð nokkurn veginn rétt, því fóðrið sem
kýrin þarf til viðhalds, og sem kallað er viðhalds-
fóður, gagnstætt hinu, sem hún hefur til afurðamynd-
unar, er því minni hluti af heildarfóðrinu, sem kýrin
umsetur meira fóður í mjólk. Menn héldu einu sinni
að munurinn á kúnum stafaði af þvi, að þær þyrftu
mismikið fóður til þess að mynda mjólkina af. Nú
vitum við að þetta er eklci. Kýrin þarf alltaf jafnt
fóður lil að mynda t. d. 10 kg af mjólk með ákveð-
inni fitu, en hún þarf misjafnt viðhaldsfóður eftir
stærð, fjósvist, hirðingu (t. d. á klaufum) o. fl. og