Búnaðarrit - 01.01.1948, Side 141
BÚNAÐARRIT
135
með sæðingu mögulegt að byrja að nota nautið fyrr
en ella, og með því fá fyrr reynslu á því hvernig
það reynist. Hvort tveggja þetta er mikils vert, og
getur mjög flýtt fyrir árangri af kynbótastarfinu. En
skilyrðin hér á landi fyiúr sæðingu eru ekki góð.
Landið er strjálbýlt, og erfitt að fara um til að sæða.
Sæðingin verður því dýr. Hún er framkvæmd í Eyja-
firði nú bg reynist vel þar, eins og annars staðar í
lieiminum, en hún er nokkuð dýr, og þó hagar betur
til í Eyjafirði, til að framkvæma sæðingu, en víðast
hvar annars staðar á landinu. En þó svo fari, að sæðing
komist ekki á annars staðar á næstu árum, en hún
er ráðgerð á næstunni bæði í Borgaríirði og svæði
Búnaðarsambands Kjalarnesþings, þá getur landið
allt hafa gagn af sæðingarstöðinni á Akureyri,
bæði að því leyti, að frá henni má fá sæði í kú
og kú lengra frá, ag þvi, að þegar þar er fundið
reglulega gott naut, þá má fá kálfa unndan því og nota
þá annars staðar í nautgriparæktarfélögunum. Það eru
því nú miklu betri möguleikar til þess að ná á
skömmum tíma miklum árangri af kynbótastarfinu
en það hefur verið til þessa. Ég er þess fullviss, að
þegar það verður athugað eftir 20 ár hér frá, hvernig
Ivýrnar okkar eru, þá muni kýrnar verða jafnari en
þær eru nú og arðsamari, líklega í'lest allar orðnar
rauðar og kollóttar og til mikilla muna betur byggðar,
en þær eru nú.
Skuggar framundan.
Og þó eru einstaka skuggar framundan, sem sneiða
])arf fram hjá. Með notkun mjaltavélanna telja ýmsir
að ógerlegl sé að vega mjólkina úr hverri einstakri
kú. Þetta er byggt á misskilningi. Þeir, sem hafa
vélar, er mjólka tvær kýr saman í sömu föluna,
þurfa að fá sér aukafötur svo að þeir geti, að
minnsta kosti þann daginn sem vegið er, mjólkað