Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 147
BÚNAÐARUIT
141
fellssýslu vega lirútar á sama aldri ca. 10 kg minna en
í Árnessýslu, en hrútar í Rangárvallasýslu eru frá
0—7 kg léttari en í Árnessýslu.
Á Vesturlandi er minni munur á vænleika lirútanna.
í Strandasýslu eru þeir vænstir. Þar vega fullorðnir
hrútar 94 kg, en veturgamlir 74.5 kg. í öðrum sýslum á
Vesturlandi vega fullorðnu hrútarnir um 90 kg, nema
á Snæfellsnesi aðeins 83 kg, en veturgömlu hrútarnir
vega þar alls staðar um 74 kg að meðaltali, nema í N.-
ísafjarðarsýslu aðeins 71.7 kg.
Þetta yfirlit sýnir, að hrútar á Suðurlandi eru alls
staðar léttari en á Vesturlandi, nema í Árnessýslu, en
þar eru þeir svipaðir að vænleika og á Vesturlandi.
Þungi hrútanna er aðeins einn þáttur af mörgum,
sem dæma má kosti þeirra eftir. Holdafar þeirra og
vaxtarlag eru enn þýðingarmeiri atriði en þunginn
einn saman.
Yfirlitsskýrslan sýnir glögglega, hvernig hrútamir
voru flokkaðir í verðlaunaflokka.
Hlutfallslega mun fleiri hrútar hlutu I. verðlaun í
Árnessýslu, Norður-ísafjarðarsýslu, Austur-Barða-
strandasýslu og Snæfellsness- og Hnappadalssýslu en
í hinum sýslunum. Sýnir það í fljótu bragði bezt gæða-
mun lirútanna eftir héruðum.
Fyrstu verðlaunahrútarnir og' fjárræktin
í hverri sýslu.
Tafla A—K sýnir fyrstu verðlaunahrútana eftir sýsl-
um og hreppum. Þar er að finna eftirfarandi upplýs-
ingar um Iivern fyrsta verðlauna hrút, aldur hans,
þunga og helztu mál, ásamt ætterni eða uppruna, og
Iiver var eigandi hans, er hann var sýndur. Enn frem-
ur er þá gefið meðaltal af þunga og málum fyrstu
verðlauna hrútanna i hverjum hreppi. Meðalatalið er
reiknað út annars vegar af tveggja vetra og eldri hrút-
unum, en hins vegar af veturgömlu hrútunum.