Búnaðarrit - 01.01.1948, Side 159
B Ú N A Ð A R R I T
153
hlaut nú I. verðlaun. Beztir voru 3 hrútar frá Kára-
stöðuni, Fífill, Hörður og Skáli. Allir voru þeir ágæt-
lega vaxnir, lágfættir, þéttir, holdgóðir og hraustlegir.
Einnig voru 2 veturgönilu hrútarnir mjög góðir, Gylfi
i Heiðarbæ og Kubbur á Kárastöðum.
Grímsneshreppur. Grímsnesið er vel fallið til sauð-
fjárræktar, heitiland allkjarngott og kvistlendi víða
mikið en oft snjólétl á vetrum. Sauðfé er allmargt í
Grímsnesi en litt ræktað. Eftir sýndum hrútuin að
dæma er féð sundurlaust á svip, yfirleitt of háfætt,
holdþunnt og létt eftir stærð. Þungi hrúta í Grims-
nesi hefur þó vaxið nokkuð á síðustu árum. Nú vógu
sýndir hrútar þar fullorðnir 87.2 kg en 1943 78.7 kg.
Tólf hrútar af 52 hlutu I. verðlaun, af þeim voru (i
nýfluttir inn í sveitina vestan frá Gilsfirði og úr
Strandasýslu.
Enginn kostamikill, vel ræktaður kynfastur fjár-
stofn virðist vera til í Grímsnesinu, en margir hrút-
arnir voru allþolslegir og sumir vænir, einkum þeir,
sem áttu ætt að rekja að Efri-Brú. Af heimaöldu hrút-
unum var Prúður Gísla í Björk glæsilegastur, vóg
liann veturgamall 88.5 kg og hafði ágæt mál. Prúður
er keyptur frá Miklaholti í Biskupstungum. Sumir ný-
keyptu hrútarnir voru glæsilega vaxnir og holdþéttir
með afbrigðum, t. d. Jökull í Vaðnesi og Fíll á Efri-
Brú. Spakur á Snæfoksstöðum, sem ættaður er frá
Gillastöðum í Laxárdal, var mjög þolslegur og þétt-
vaxinn og liklegur til kynbóta í útibeitarsveit. Von-
andi bæta þessir aðfengnu hrútar fé í Grímsnesi, en
um það er ekkert hægt að segja með vissu, fyrr en
reynslan sker úr því, vegna þess, að sumt fé þolir eltki
mikla breytingu á lífsskilyrðuin, án þess að ganga úr
sér.
Laugardalshreppur. Þar voru svo fáir hrútar sýndir,
aðeins 9, að ekki er hægt að fella noklcurn dóm uin
hrútana í sveitinni í heild eftir þeim. Þar hlutu 2