Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 161
B Ú N A Ð A R H I T
155
rækt og fer vaxandi. Nokkrir bændur þar hafa nú
nýverið stofnað fjárræktarfélag og xná gera sér miklar
vonir um, að xneð því takist að kynbæla féð og auka
kynfestu þess, frá því sem nú er, samfara ættbókar-
færslu og afurðaskýrslusöfnun, sem fylgir félagsstarf-
seminni.
Hrunamannahreppur. í þessunx hreppi hefur meðal-
þungi hrútanna vaxið meira siðustu 15 árin en í nokk-
urri annarri sveit á landinu. Haustið 1934-voru hrútar
þar fremur léttir og svipaðir að vænleika og í öðrum
Jireppum Árnessýslu. Þá vógu tveggja vetra og eldri
hrútar að meðaltali 80.5 kg, en þeir veturgömlu aðeins
65.7 kg, en nú vógu eldri hrútarnir 102.4 kg eða 21.9
kg meira en 1934, en veturgömlu hrútarnir vógu nú
að meðaltali 80.8 kg eða 15.1 kg meira en 1934. Þetta
sýnir hvað hægt er að gera, ef bændur leggja kapp á
að kynbæta fé sitt. Fyrir 15 árum var víðast fremur
rýrt og lélegt fé í Hrunamannahreppi á landsmæli-
kvarða. Vafalaust hafa ýmsir litið svo á, að þar væri
ekki hægt að rækta upp vænt fé, beitilandið væri of
létt, afrétturinn ekki nógu góður o. s. frv., því slíkar
eru ávallt fyrstu viðbárur þeirra, sem enga trú hafa
á kynbótastarfsemi, leiðbeiningum um búfjárrækt og
félagssamtökum til að vinna lienni gagn.
Ég tel víst, að fáir Hrunamanna hafi þá gert sér
ljóst, að hve miklu leyti það væri þeirra sök, vantrú,
viðburðaleysi og gamall vani, sem orsakaði hve til-
lölulega lélegt fé þeir áttu þá. Enginn þeirra hefði þá
Irúað því, að 1947 yrði þar hver hrútur tveggja vetra
og eldri talinn hálfgerður skussi, ef hann vigtaði ekki
um eða yfir 100 kg, og að veturgamlir hrútar væru
laldir snáðar, ef þeir næðu ekki 75 kg þunga. Þó var
mnbótastarfsemin i fjárræktinni vöknuð í Hruna-
mannahreppi á þessum tíma. Helgi Haraldsson bóndi
á Hrafnkelsstöðum hafði þá starfrækt sauðfjárkyn-
bótabú í rúman áratug. Guðmundur Guðmundsson