Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 162
156
BÚNAÐARRIT
bóndi í Núpstúni hafði þá nýlega keypt örfáar kyn-
bótakindur frá Ólafsdal, og fleiri bændur þar í sveit
voru þegar vaknaðir til meðvitundar um, að hægt
væri að kynbæta sauðfé með árangri og auðið væri
með þvi að auka afurðirnar jafnhliða bættri fóðrun.
bZn áhuginn var þá varla almennt vaknaður fyrir kyn-
bótastarfseminni og árangur hvergi orðinn sá, sem
hann hefur síðan orðið. Síðan ég kynntist Hruna-
mönnum, hefur mér fundizt þeir hafa almennari
áhuga fyrir kynbótum sauðfjárins en bændur í nokk-
urri annarri sveit landsins, nema ef vera kynnu ná-
grannar þeirra, Gnúpverjar. En þeir vöknuðu síðar.
Hrunamönnum er orðið það inetnaðarmál að eiga
vænt fé, og þeir brosa að lélegum hrútum. Hvergi á
landinu voru í síðustu sýningaumferð þyngri hrútar
fullorðnir en i Hrunamannahreppi, nema á Árskógs-
strönd. Hrútar þar vógu 103.3 kg að meðaltali. Aðeins
i 6 öðrum hreppum náðu sýndir hrútar fullorðnir
hundrað kílógramma meðalþunga, i Hraungerðis-
lireppi 100 kg, Bárðardal 101.5 kg, Reykjadal 102.1
kg, Húsavík 101.2 kg, Svalbarðshreppi í Norður-Þing-
eyjarsýslu 100.4 kg og Rípurhreppi í Skagafirði 102.4,
eða jafnt og í Hrunamannahreppi.
En þótt Hrunamönnum hafi tekizt að auka svona
vænleika hrútanna og fjárins yfirleitt, þá eru ýmsir
annmarkar á kynbótastarfsemi þeirra. I fyrsta lagi
skortir féð þar kynfestu. Fengnir hafa verið inn í
sveitina til kynbóta smástofnar og einstaklingar af
ýmsum þekktuslu fjárstofnum landsins. Þingeyskt fé
úr Mývatnssveit, Bárðardal, Aðaldal og frá Laxainýri,
Húnvetnskl fé frá Guðlaugsstöðum, Gottorp og víðar,
kollótt fé af 4 þekktum stofnum frá Ólafsdal, Ósi í
Steingrímsfirði, Kleifum í Gilsfirði og Fjarðarhorni í
Hrútafirði og nú síðast Border Leicesterfé.
Þessum stofnum hefur verið blandað of skipulags-
laust saman.