Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 164
158
BÚNAÐARRIT
flestir spyrja, ’sem ekki hafa viljáð vinna að kynbót-
um að undanförnu vegna fjárpestanna? Það hefur
mikið unnizt fyrir Hrunamenn. Þeir hafa stóraukið
afurðir búa sinna á undanförnum áruin með kym
bótarstarfinu, þeir hafa lært af reynslunni, að það er
Iiægt að rækta vænt og afurðamikið fé á Suðurlandi.
þeir hafa öðlazt trú á kynbótastarfsemi, sem kemur
þeim að góðu haldi eftir væntanleg fjárskipti, því þá
sætta þeir sig ekki árum saman við lélegt og afurða-
rýrt fé, heldur kynbæta nýja stofninn fljótt af kappi.
Þá mun þeim takast enn betur en nú, því þá munu
þeir varast þau mistök, sem hafa hent þá í starfinu
að undanförnu.
Bezti hrúturinn á sýningunni var Flosi Kristmundar
Guðbrandssonar á Kaldbak og hlaut Kristmundur því
silfurskjöldinn til varðveizlu þar til hrútasýning verð-
ur næst haldin í hreppnum. Flosi var veturgamall,
vóg 86 kg, brjóstummál 105 cm, hæð á herðar 78 cm,
hæð undir bringu 34 cm, breidd spjaldhryggjar 23
cm og lengd framfótleggjar 133 mm. Hann var fædd-
ur á Kaldbak. Móðir hans var heimaalin þar, en faðir
lians var Flosi frá Ásatúni. Flosi sá lilaut I. verðlaun
1943 og var ágætur hrútur. Hann var ættaður frá
Hrafnkelsstöðum, sonur Norðra og Gleiðhyrnu þar,
Flosi á Kaldbak var fagur hrútur, hyrndur, gulur
á haus og fótum, jafnvaxinn, þykkvaxinn, rétt byggð-
ur, holdmikill, smár, en mjög þungur í hlutfalli við
stærð.
Ymsir aðrir kostamiklir hrútar voru sýndir í
Hrunamannahreppi, t. d. Gulhnakki í Hrepphóluin,
frá Hrafnkelshólum, tveggja vetra, 97.5 kg, jafnvax-
inn, holdmikill og ræklarlegur, Hökull í Birtingaholti,
3 vetra, vóg 119 kg, mjög vænn, holdmikill og táp-
mikill hrútur, en ekki nógu svipfagur og of virkja-
mikill um háls og herðar og dálitið síginn í baki, og
Goði í Núpstúni, tveggja vetra, 114 kg með 118 cm