Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 165
BÚNAÐARRIT
159
brjóstummál. Hann er kollóttur af Ólafsdalskyn-
inu, einhver bezt byggði kollótti brúturinn á Suður-
iandi úm bringu, bóga og herðar, dugnaðarlegur, en
of holdþunnur á bak. Nokkrir synir bins ágæta hrúts,
Prúðs í Bryðjuholti, voru þarna á sýningunni. Sumir
þeirra hlutu I. verðlaun en flestir eru þeir of háfættir
og hrikalegir, þrátt fyrir mikla kosti. Hafa þeir líklega
ekki verið nógu vandlega valdir úr sonum Prúðs er
þeir voru lömh.
Nóri Helga á Hrafnkelstöðum, lireinræktaður af
Border Leicesterkyni, er ágætur.
Af veturgömlu hrútunuin voru nokkrir mjög efnis-
rniklir og eigulegir, t. d. Vestri Helga á Hrafnkels-
stöðum l'rá Kleifum í Gilsfirði og þrír synir Sóma í
Bryðjuholti eign Gests og Böðvars á Syðra-Seli, allir
kostamiklir og vænir einstaklingar, holdmiklir og
fremur vel vaxnir, en báru með sér kynfestuleysi, sem
oft kemur greinilega i Ijós við blöndun kollótts og
hyrnds fjár. Hrafnkell á Miðfelli var mjög vænn,
vóg 95 kg, en ekki að sama skapi vel gerður, hafði
t. d. of stutta bringu, full langan bol og of rauð-
gula ull.
Gnúpverjahreppur. Þar var hezla sýningin á Suður-
landi. Sýndir voru 60 hrútar eða því nær allir hrútar
i hreppnum. 52 þeirra hlutu I. verðlaun. Fullorðnu
hrútarnir 24 að tölu vógu að meðaltali 98.7 kg eða 3.4
kg minna en fullorðnu hrútarnir í Hrunamanna-
lireppi, 15 þeirra hlutu I. verðlaun og vógu þeir 101.6
kg að meðtali. Sýndir voru 36 veturgamlir hrútar.
Var það gjörfulegasti hópur veturgamalla hrúta, sem
ég hef séð á sýningu á Suðurlandi. Þeir vógu 82.8 kg
að meðaltali eða 2 kg meira en veturgöinlu hrútarnir
í Hrunamannahreppi, og það er meiri meðalþungi en
ég hef fengið áður á Suðurlandi á jafnmörgum hrút-
um veturgömlum. Seytján al’ þessum hrútum hlutu
I. verðlaun og vógu þeir 89.5 kg að meðaltali eða 3.2