Búnaðarrit - 01.01.1948, Síða 216
210
BUNAÐARRIT
Glæsilegustu fullorðnu hrútarnir á sýningunni voru
þessir: Smári Hjalta Gestssonar, frá Ólafsdal,
metfé, vóg 106 kg, brm. 120 cm, bakbreidd 28 cm,
Smári Ólafs í G,eldingahoIti, sonur Freys úr Reykja-
vik, ágætur að vænleika, vexti og holdafari, sjá málin
í töflu B, Prúður Eiríks í Steinsholti, frá ól. í Geld-
ingaholti, s. Óðins þar, mjög milcill og vel gerður hrút-
ur en í háfættara lagi og gulur á ull, Börkur Brynjólfs
á Stóra-Hofi, frá Núpstúni, ágætur hrútur, sem gefið
liefur sérlega góða raun, og Blær Ingvars í Þrándar-
holti, sonur Prúðs í Bryðjuholti, ágætur hrútur.
Veturgömlu hrútarnir voru margir framúrskarandi
kindur eins og sjá má af töflu B. Þyngstur þeirra
allra, og jafnframt þyngstur veturgamall hrútur sem
ég lief vegið á Suðurlandi, var Vinur Ingvars í Þránd-
arholti, sonur Torfa á Hofi, af Núpstúnskvni, vóg
hann 101 kg með 110 cm brjóstummál og 25 cm
breiðan spjaldhrygg. Hann var framúrskarandi ein-
staklingur. Aðrir ágætir veturgamlir hrútar voru:
Tvistur Einars á Hæli, 91 kg, Óðinn Eiríks í Steins-
holti, 98 kg, og Kollur Högna í Laxárdal, 89.5 kg.
Skeiðalireppur. Þar voru sýndir 25 hrútar og hlutu
10 þeirra I. verðlaun. Féð á Skeiðuin er allvænt orðið,
en því liefur fækkað mjög á síðari árum og er áhugi
þar því víða minni fyrir sauðfjárrækt en ella myndi
vera. Skeiðaféð hefur verið mikið kynbætt á síðari
árurn með hrútum úr Hreppum og víðar að, enda eru
þar nokkrir ágætir hrútar. Beztur þeirra var Kubbur
í Arakoti, sonur Bryðja frá Bryðjuholti, vænn hrútur
og ágætum kostum búinn. Næstur stóð Haukur á
Birnustöðum, sonur Kolls frá Efra-Langholti, sem
hlaut silfurskjöldinn i Hrunamannahreppi 1939. Sá
þriðji var Smári Þórðar á Reykjum, hlaut I. verðl.
1943, vel gerður hrútur. Enn fremur er skylt að geta
Jóhanns-Guls á Hlemmiskeiði, hann er sonur Fagra-
nes-Guls Jóhanns Kristjánssonar frá Skógarkoti, sem