Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 217
B U N A Ð A R RI T
211
var ágæt kind. Jóhanns-Gulur er smár, holdþéttur og
íjárlegur hrútur, en farinn að rýrna sakir aldurs.
Hann var aldrei mikil þungakind, en hafði ágæt bak-
hold og góða bringu en var gallaður á herðar. Hann
hefur reynzt ágætur til kynbóta, hefur verið notaður
mikið til sæðingar og þannig aukið kyn sitt mjög, sér
og ætt sinni til sóma.
Hraungerðishreppur. í þessum hreppi hafa hrútar
um alllangt timabil verið vænni og betur ræktaðir en
í öðrum lágsveilum á Suðurlandi. Sýningin núna var
illa sótt, aðeins 14 hrútar sýndir. Illt veður mun hafa
valdið, hve sóknin var slök. Af þessum hrútum hlutu
7 I. verðlaun. Fullorðnu hrútarnir vógu 100 kg að
meðaltali, en þeir veturgömlu 80.1 kg. Af fullorðnu
hrútunum 7 að tölu hlutu 5 fyrstu verðlaun og vógu
þeir 105.0 kg og var það mesti meðalþungi fyrstu
verðlaunahrúta í hreppi á Suðurlandi. Vænsti hrútur-
inn í hreppnum, og jafnframt á öllu Suður- og Vestur-
landi, var Hjálmur Gísla á Stóru-Reykjum. Hann
hefur komið fyrr við sögu. Er hann var veturgamall
var hann dæmdur bezti hrúturinn í hreppnum og
hlaut eigandi hans, sá sami og nú, verðlaunagrip, er
hreppsbúar höfðu gefið sem farandgrip, er sá varð-
veitti í næstu fjögur ár, sem sýndi bezta hrútinn.
Gripur þessi var gerður, að sýningunni afstaðinni,
1943, og var það likneski af Hjálmi, gert af lista-
manninum Ríkharði Jónssyni. Gísli bóndi á Stóru-
Reykjum hlaut enn grip þennan til varðveizlu næstu
fjögur árin. Hjálmur var nú 5 vetra, vóg 129 kg, brjóst-
ummál 120 cm, hæð á herðar 84 cm, hæð undir bringu
34 cm og bakbreidd 27 cm. Þessi hrútur er sem einstak-
lingur framúrskarandi metfé, vel vaxinn, lætur litið yfir
sér, en hefur sterka og rétta beinabyggingu og óvenju-
lega mikil, þétt og föst hold. Hann var keyptur lamb
l'rá Hjálmholti, en er undan afbragðshrút af Ólafsdals-
kyni frá Guðmundi í Niipatúni. Spakur Jóns Árna-