Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 218
212
BÚNAÐARRIT
sonar, Stóra-Ármóti, er einnig ágætur og með þyngstu
hrútum. Hann vóg 4 vetra 122 kg. Hann er sonur
Bjarts frá Oddgeirshólum, sem var sonur Fríðs frá
Arnarstaðakoti, er báðir voru ágætir hrútar.
Sléttbakur Ólafs í Oddgeirshólum er vel gerður og
lofar góðu.
Sandvikur-, Selfoss- og Gaulverjabæjarhreppar. í
þessurn þremur hreppum voru sýningar illa sóttar,
einkum í Sandvíkurhreppi. Lítið var um ágæta hrúta
á þessum sýningum. Einn hrútur hlaut I. verðlaun á
hverri sýningu. Hálfblóðs Cheviot frá Kristjáni í Geira-
koti var góð kind, Skotti Björns Sigurbjörnssonar,
Selfossi, var mjög vænn en of háfættur, Skjanni í
Syðri-Gegnishólum var ágællega gerður og vænn.
Villingalwltshreppur. Þar var sýning fremur vel
sótt en hrútar misjafnir og fáir ágætir. Vænstur var
Gulur Guðm. í Súluholti, ættaður frá Brjánsstöðum,
og vóg 113 kg. Þessir hrútar voru yfirleitt ekki nógu
holdþykkir og vel vaxnir en margir viðunandi.
Rangárvallasýsla.
í Rangárvallasýslu er fjöldi sauðfjár, en því fer
heldur fækkandi á seinni árum vegna fjárpestanna,
sem nú eru smám saman að breiðast út um vestur-
og miðhluta sýslunnar og hafa valdið því, að ekki er
liægt að nota Landmanna- og Holtamannaafrétt, og
vegna aukinnar nautgriparæktar. Sýslan í heild
cr með lakari sauðfjárræktarhéruðum landsins, en
þó eru allvíða sæmileg sauðlönd og víða betri en í
lölcustu fjársveitum Árnessýslu. í uppsveitunum á
Landi, í Holtum og á Rangárvöllum ofan til eru sauð-
lönd hetri en í blautlendu sveitunum neðan til í hér-
aðinu. Löngum hefur þótt við brenna, að fé væri rýrt
í Rangárvallasýslu og svo má telja enn, þótt fé sé þar
víðast i framför. Enn er þó margt af úrhraksfé í
sýslunni og þurfa Rangæingar að kosta kapps um,