Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 219
BÚNAÐARRIT
213
að bæta fé sitt og auka afurðir þess. Hygg ég að fóðrun
fjárins hafi allvíða verið lakari en þörf krefur og ef
til vill sums staðar of þröngt í högum, en auk þess
er sumt af fénu svo kostalaust og eðlisillt, að ekki er
unnt að ta af því sæmilegan arð, án ]æss að kynbæta
það.
Nú voru sýndir 299 hrútar í sýslunni, þar af 183
fullorðnir og 116 veturgamlir. Fullorðnu hrútarnir
vógu að meðaltali 82.8 kg en þeir veturgömlu 68.9 kg
og er hvorugt gott. 1943 voru sýndir 388 hrútar í sýsl-
unni, 310 fullorðnir, sem vógu 78.4 kg að meðaltali
og 78 veturgamlir, sem vógu 65.9 lcg. Hefur því orðið
nokkur framför, 3—4 kg að meðaltali á hrút, síðustu
4 árin. 1934 vógu fullorðnir hrútar sýndir í Rangár-
þingi 75,1 lcg, en þeir vetur gömlu 60.0 kg. Hafa því
hrútarnir þyngst að meðaltali 8—9 kg síðan, og verður
að telja það allgóða framför, þótt hún sé minni en í
Arnessýslu á sama tíma.
Nú hlutu 76 hrútar 1. verðlaun i sýslunni eða rúm
25%, en 1943 aðeins rúm 14% af sýndum hrútum.
Sýnir þetta einnig mikla frámför.
Það er vaxandi áhugi fyrir fjárrækt í sýslunni.
Hal'a Fljótshlíðingar gengið á undan með stofnun
fjárræktarfélags. Ætti að stofna slík félög víðar í
sýslunni og vinna af kappi að kynbótum, svo það
kæmi i Ijós, hvort ekki er hægt að eiga þar vænt og
afurðagott fé eins og annars staðar á þessu góða landi.
Ásalireppur. Sýningin þar var í meðallagi sótt.
Hrútarnir voru fremur slakir en þó betri en 1943.
Yfirleitt voru þeir fremur óræktarlegir og fáir lík-
legir til kynbóta. Af 27 hrútum hlutu 5 fyrstu verð-
laun. Sá hezti var Gulur Ólafs í Lindarbæ, þéttliolda
vel vaxinn og þolsleg’ kind. Lindi Þorsteins í Rifshala-
koti, ættaður frá Lindarbæ, var einnig vel gerður og'
kostamikill hrútur. Þessir hrútar voru báðir kollóttir.
Má telja, að þeir hafi að öllum líkindum meira