Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 220
214
BÚNAÐARRIT
kynbótagildi en aðrir hrútar, sem sýndir voru í Ása-
hreppi.
Djúpárhreppur. Sýningin var fásótt. Aðeins þeir
bændur, sem búa ofan Safamýrar, tóku þátt í henni.
Einn ágætur hrútur var þó sýndur þarna, Spakur
Guðmundar á Hrafntóftum, sem var þyngsti hrútur-
inn i sýslunni, 102 kg, og einnig vel gerður.
Landmannahreppur. Sýningar þar voru vel sóttar.
Sýndir voru 42 hrútar og hlutu 17 þeirra I. verðlaun.
Fullorðnir hrútar í Landsveit voru vænni en í nokkr-
um öðrum hreppi sýslunnar. Þeir vógu að meðaltaii
87.8 kg. Margir af þessum hrútum voru ræktarlegir,
vel vaxnir, holdgóðir og þoisiegir. Féð í Landsveit er
hetur ræktað, vænna og fegurra en féð í öðrum hrepp-
um sýslunnar. Kúði Guðnumdar í Múla er ágætur
hrútur, mjög hnellinn og vel gerður. Hann er sonur
Ilihuga í Múla frá Meiri-Tungu, sem hlaut I. verðlaun
1943, en Illbugi var sonur Hrana í Meiri-Tungu, sem
hlaut I. verðlaun 1939 og var þá bezti hrúturinn í
Rangárvallasýslu. Svanur Magnúsar í Hellum er vænn
og virðist söfnunarlcind. í Hvammi á Landi er fé ættað
austan úr Mýrdal. Hrútarnir í Hvammi eru afbragðs
boldakindur. Óskar, eign Sigríðar i Hrólfsstaðahelli,
ættaður frá Vatnagörðum, er vænn og' vel gerður
lirútur.
Veturgömlu hrútarnir voru margir ágælir, einkum
þó Kollur Guðinundar í Hvammi og Hamar og Steðji
í Neðra-Seli. Þeir síðastnefndu eru ættaðir frá Árbæ,
tvílembingar undan sömu á. Ætt þeirra lengra fram er
frá Ölvesholtshjáleigu út af hrút frá Guðlaugsstöðum í
Húnavatnssýslu, en út af þeim hrút liafa allmargir
góðir hrútar koinið og eru nú dreifðir víða um sýsl-
una.
Rangárvallahreppur. Þar var sýning sæmilega sótt
en hrútar slakir, einkum þeir veturgömlu. Fullorðnu
lirútarnir vógu 84.5 kg að meðaltali, en þeir vetur-