Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 223
BÚNAÐARRIT
217
Aðeins 1 hrútur hJaut I. verðlaun, Gulur Guðjóns
Magnússonar á Þúfu. Það er augljóst að fjárstofninn
í Vestur-Landeyjum er lélegur og fjárræktinni í ýmsu
ábótavant. Þurfa bændur þar að leita fyrir sér bæði
með kynbótum og bættu eldi fjárins, einkum rétt fyrir
sauðburðinn, hvort eklci er unnt að auka og bæta af-
urðirnar til mikilla muna.
Austur-Landeijjahreppur. Þar var sýningin sæmi-
lega sótt, en hrútar margir lélegir, en þó nokkrir
góðir. Á sýningum undanfarið hafa ávallt nokkrir
góðir hrútar verið sýndir í Austur-Landeyjum. Bezt-
ur þeirra allra hefur Glæsir frá Bólstað verið. Hann
var nú eign Diðriks á Kanastöðum, 8 vetra garnall,
nokkuð farinn að rýrna, en var samt enn framúrskar-
andi fögur kind og þéttholda. Glæsir var mjög lýta-
laus og l'ramúrskarandi holdþéttur. Það er vítavert,
hve litið hann hefur verið notaður til kynbóta. Það er
stundum eins og bændur séu blindir fyrir því, hvílíkt
gagn hægt er að hat'a af góðum kynbótahrút, einkum
ef sá góði hrútur er fæddur og uppalinn i nágrenn-
inu. Ekki varð ég var við nema þrjá syni hans. Þeir
voru allir veturgamlir, Fylkir og Dúði Diðriks á
Kanastöðum og Kani Eggerts í Úlfsstaðahjáleigu, allir
hver öðrum betri kindur. Virtust þessir feðgar vera
af allt’öðru sauðahúsi en liinir hrútarnir í hreppn-
um. En mér er nær að halda, að ef Diðrik hefði ekki
flutzt inn í hreppinn, hefði ætt Glæsis fengið að deyja
út með honum.
Vestur-Eyjaf jallahreppur. Þar var sýningin fremur
illa sótt og lirútar slæmir. Fullorðnu hrútarnir, 17 að
tölu, vógu aðeins 76.3 kg að meðtali eða aðeins 2.2
kg meira en 1939. Fjórir hrútar fengu I. verðlaun, en
þeir voru allir mjög tæpir í þeim flokki. Féð í þessari
sveit virðist, eftir hrútunum að dæma, mjög lélegt og
þarf að vinda bráðan bug að því að kynbæta það. Sé
ekki kostur á því, að fá féð vænna í þessari sveit en