Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 225
BÚNAÐARRIT
219
sem lélegar, sem ganga þann daginn, sem hinn góða
sáðmann ber að garði.
Það þýðir því ekki að ala upp aðra af sprautuhrút-
unum en þá, sem hafa í allrikum mæli þá kosti, sem
fjárhrútar þurfa að hafa.
Vestur-Skaftafellssýsla.
Sauðfjárræktin er aðalatvinnugrein Vestur-Skaft-
fellinga, austan Mýrdalssands, og því nær einu sölu-
tekjur bænda þar eru sauðfjárafurðir. I Mýrdalnum
er hins vegar mikil nautgriparækt stunduð jafnhliða
sauðfjárræktinni.
Sýslan er að ýmsu leyti vel fallin til sauðfjárræktar,
en fé hefur samt verið þar fremur rýrt, þótt vænleiki
þess hafi vaxið nokkuð á siðustu árum. Veðráttu-
far er milt í Vestur-Skaftafellssýslu, þar grær jörð
snemma á vorin og snjóþyngsli eru lítil á vetrum.
Graslendi er mikið í héraðinu, en samt eru búfjá-
hagar þröngir i sumum sveitum. Vegna þess hve vetur
eru mildir, þarf minna vetrarfóður handa sauðfé en
^íðast annars staðar á landinu, en það er líklega spar-
að um of, því vetrar- og vorbeit verður víða létt, þar
sem jörð er að meslu auð á vetrum.
Allmikill áhugi er fyrir umbótum í fjárræktinni i
Vestur-Skaftafellssýslu og hefur þegar náðst veruleg-
ur árangur, einkum í vesturhluta sýslunnar. Fóðrun
fjárins hefur einnig verið bætt til muna, a. m. k. vest-
an Mýrdalssands. Má þakka það starfsemi fóður-
birgðafélaganna í Mýrdalnum.
Sýningarnar voru nú yfirleitt ágætlega sóttar.
Sýndir voru 378 hrútar í sýslunni. Voru þeir vænni
og belur gerðir en nokkru sinni fyrr, síðan farið var
að halda hrútasýningar. Fullorðnu hrútarnir, 259 að
tölu, vógu nú 80.0 kg að meðaltali eða 5 kg meira en
1943 og 9 kg meira en 1934. Veturgömlu hrútarnir
vógu nú 65.1 kg að meðaltali eða 6.2 kg meira en