Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 226
220
B Ú N A Ð A R R I T
1943, og 8.6 ltg meira en 1934. Þetta sýnir mikla fram-
lor, þótt enn vanti inikið á að lirútarnir séu orðnir
vænir, en þess ber samt að gæta, að mikið var sýnt
af ágætlega vöxnum holdþykkum hrútum af Suður-
Víkurkyni, sem vigta tiltölulega lítið á fæti saman-
borið við fallþunga, miðað við illa ræktað og gis-
holda fé.
101 hrútur hlaut nú I. verðlaun eða 27% af sýnd-
uiri hrútum, en 1943 fengu aðeins 15% af sýndum
hrútum I. verðlaun.
Dyrhólahreppur. Sýningin þar var ágætlega sót't.
Sýndir voru 55 hrútar og hlutu 21 fyrstu verðlaun.
18 fyrstu verðlauna hrútarnir voru fullorðnir og vógu
þeir að meðaltali 88.3 kg. Þeir voru yfirleitt þykk-
vaxnir, margir lágfættir og jafnvaxnir og mjög hold-
góðir. Meiri hluti þessara hriita átti ætt sína að rekja
til Suður-Víkurkynsins, en það er sem kunnugt er,
ættað frá Núpstúni í Hrunamannahreppi, þangað
komið frá Ólafsdal.
Bezti hrúturinn í hreppnum var Hnífill Sigríðar á
Skeiðflöt, frá Eyjólfi á Hvoli, sonur Kolls af Suður-
Vikurkyni. Fjórir aðrir synir Kolls hlutu einnig fyrstu
verðlaun, voru þeir allir mjög kostamiklir hrútar.
Taíla D.
Hrafn og Hringur Eiríks á Felli hlutu báðir I. verð-
laun 1943, þá veturgamlir, og aftur nú 5 vetra. Þeir
cru báðir ágælir hrútar, sterklega hyggðir, holdmiklir,
vænir og þolslegir. Þeir eru báðir heimaaldir og ekki
í ætt við Suður-Víkurkynið. Hringur er sonur Jökuls,
sem var einn af þremur hrútum, er hlutu I. verðl. í
Dyrhólahreppi 1939 og þeirra vænstur þá. Jökull Ein-
ars í Vatnsskarðshólum, frá kynbótabúinu í Þykkva-
bæ, var mjög laglega gerður og líklegur til þess að
verða ágætur. Hvítingur á Ketilsstöðum, ættaður frá
Norður-Hvammi, var jötunn vænn, bæði vel byggður
og holdmikill, nú 8 vetra gamall og þyngsti hrútur-