Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 228
222
BÚNAÐARRIT
nú vógu jafnmargir fullorðnir lirútar þar 78.6 kg,
eða 13.1 kg meira en 1934. Þeir veturgömlu vógu 1934
aðeins 54.7 kg, en nú 64.7 kg eða 10 kg meira en 1934.
Sýnir þetta mikla framför, þótt enn vanti mikið á að
hægt sé að telja hrútana í Verinu væna. Nú hlutu 9
hrútar af 34 fyrstu verðlaun, en 1943 aðeins 2 og
1939 1, af 37 hrútum sýndum i hvort skiptið.
Langbezti hrúturinn í hreppnum var Fantur Jóns
Gíslasonar alþm. í Norður-Hjáleigu. Sex vetra gamall
vóg Fantur 96 kg og hafði ágæt mál. Tafla D. Svartur
2ja vetra frá saina eiganda var einnig ágætur, mjög
harðlegur hrútur, vel vaxinn og holdgóður. Hinir
fyrstu verðlauna hrútarnir voru yfirleitt mjög góðir,
en þá vantaði þó nokkuð, til þess að hafa nógu rúma
brjóstkassabyggingu.
Skaftártunguhreppur. Þar var sýningin ágætlega
sótt og hrútarnir mun betri en áður. Fullorðnu hrút-
arnir, 40 að tölu, vógu nú 82.5 kg eða 10.6 kg meira
en 1943. Þeir veturgömlu vógu nú 67.1, eða 8.6 kg
meira en 1943. 19 hrútar af 59 hlutu I. verðlaun. Yfir-
gnæfandi meiri hluti þeirra var af Suður-Víkurkyn-
inu, sjá töflu D. Margir þessir hrútar voru mjög vel
gerðir, harðgerðir, holdgóðir og þéttvaxnir, þótt nokk-
uð vantaði á, að sumir þeirra hefðu óaðfinnanlegar
herðar og nógu mikinn hrjóstkassa.
Bezti lirúturinn var Blettur Sigurðar i Hvammi.
Póstur Guðjóns á Ljótarstöðum og Hnífill Bárðar i
Hvamrni, sonur hrúts frá Höfðabrekku voru einnig
ágætir.
Kirkjubæjarhreppur. í þessum lireppi var sýningin
ágætlega sótt úr Landbrotinu en illa sótt úr upphluta
sveitarinnar. Sýndir voru alls 47 hrútar, þar af 33
fullorðnir. Þeir vógu 78.3 kg að meðaltali, eða 5.2 kg
meira en 1943, en aðeins 0.7 kg meira en 1939. Þeir
veturgömlu vógu 64.2 kg, eða 1.3 kg minna en 1939.
Sýnir þetta að framför í fjárræktinni í Kirkjubæjar-