Búnaðarrit - 01.01.1948, Side 229
B Ú N A Ð A R RI T
223
hreppi er Iítil og standa hrútarnir þar nú langt að
I>aki hrútum í Skaftúrtungu. Níu hrútar hlutu I. verð-
laun i hreppnum. Sá bezti þeirra var Drafnar Þórar-
ins í Þykkvabæ, af kollótta stofninum frá Höfða-
brekku, sem er af Suður-Víkurkyni. Hann er mjög
lýtalaus á vöxt og vel vænn. Blettur í Kirkjubæjar-
klaustri, eign Leiðólfs h/l', var einnig ágætur hrútur.
Tveir veturgamlir hrútar, sem hlutu I. verðlaun, voru
báðir góðir. Gullhnakki Helga í Seglbúðuxn, af Suður-
Víkuxkyni, og Svartur Þórarins í Þykkvabæ, s. Móra,
af þingeysku kyni fram í ættir.
Leiðvallahieppur. Þar var sýningin ágætlega sótl,
en hrútarnir yfii'leitt léltir og margir lélegir. Sýndir
voru 60 hrútar, þar af 38 fullorðnir. Þeir vógu að með-
altali 74.6 kg, eða 5.6 kg meira en 1934. Þeir vetur-
gömlu vógu 61.2 kg, eða 6.5 kg ineixa en 1934. Þetta
er að vísu allgóð framför, en samt eru hrútarnir enn
allt of rýrir. Ekki vantar þó viðleitni til þess að kyn-
bæta þá. En annað hvort eru þeir of illa fóðraðir til
þess að sýna, hvað i þeim býr, eða haglendi í Meðal-
landi er óvenju Iélegl, nema hvorttveggja sé til staðar.
Sauðfé í þessum hreppi er yfirleitt rnjög rýrt, dilkar
léttir og flokkast illa. 5 hriitar hlutu I. verðlaun í
hreppnum. Allir voru þeir góðar kindur, en enginn
afbragð. Sá vænsti var Móri Hávarðar i Króki, ætt-
aður frá Seglbúðum, en sá þykkvaxnasti var Elli
Magnúsar í Lágukoti, frá Elíasi i Þykkvabæ. Tafla D.
Það þyrfti að gera tilraun með að fóðra fé betur og
öðruvisi en gert er í Meðallandi, til þess að ganga úr
skugga um, hvort ekki er liægt að fá þar sæmilega
vænt fé og jafnframt úr því skorið, livort það svar-
aði ekki kostnaði.
Hörgslandshreppur. Sýningarnar þar voru ágætlega
sóttar. Sýndir voru þar 83 hrútar. Af þeim voru 55
fullorðnir, og vógu þeir að meðaltali 79.3 kg, eða 1.1
kg nxeira en 1939 og tæpum 5 kg meira en 1943. Vet-