Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 234
228
BUNAÐARRIT
Djúpadal í Gufudalssveit. Einn þeirra, Svarteyri á
Brekku, var þyngsti hrúturinn í hreppnura.
Tveir góðir fyrstu verðlauna hrútar voru ættaðir
frá Kollabúðum og aðrir tveir frá Sturlaugi Einars-
syni í Múla i Nauteyrarhreppi. Sjá töflu E. Báðir hrút-
arnir frá Sturlaugi voru holdmiklir og ullargóðir og
sá léttari, Prúður i Hvítuhlíð, var ágætlega vaxinn.
Geðspakur Þorkels á Óspakseyri, ættaður frá Sigurði
á Laugabóli í Nauteyrarhreppi, var ágætlega vaxinn
og þéttholda en aðeins 'of sraár. Hrútarnir í Óspaks-
eyrarhreppi eru sumir það vel gerðir, að ég hygg auð-
gert að kynbæta féð þar til muna á skönnnum tíma.
Fellshreppur. Þátttaka í sýningúnni var góð. Sýndir
voru 45 hrútar, þar með taldir hrútar frá Broddanesi
og Broddadalsá, sem eltki komu á sýninguna en ég
dæmdi heima í Broddanesi, er ég átti leið þar ura.
Hrútarnir voru yfirleitt mjög gallaðir. Þeir vógu að
raeðaltali 73.1 kg. Aðeins 6 hlutu I. verðl. en 17 voru
dæindir ónothæfir. Gulkollur Þórðar á Ljúfustöðum,
ættaður frá Sigurði á Laugabóli, en nýkeyptur frá
Kleifum í Gilsfirði, bar af öllum hrútum í hreppnum,
bæði að vexti og holdafari. Glanni og Goði Jóns í
Broddanesi, sá fyrri frá Bakkaseli í Nauteyrarhreppi,
en sá síðari frá Goðdal, voru báðir góðir hrútar.
Margir hrútar í hreppnum voru ættaðir frá Bæ i
Kaldrananeshreppi. Þeir voru sumir þungir en yfir-
leitt illa gerðir, einkura bakþunnir og vöðvarýrir í
lærum. Hlutu flestir þeirra engin verðlaun.
Bændur í Fellshreppi þurfa að eignast betri hrúta
en þeir eiga nú yfirleitt, til þess að hraða kynbótum
hins nýja stofns. Þeir hrútar, sem sýndir voru í
hreppnum nú, þyrftu flestir að hverfa og aðrir vel
gerðir að koma í þeirra stað.
Kirkjubólshreppur. Þátttaka í sýningunni þar var
framúrskarandi góð. Sýndir voru 80 hrútar, sem
vógu að meðaltali 74.1 kg. Af þeim hlutu 22 fyrstu