Búnaðarrit - 01.01.1948, Síða 235
B U N A Ð A R R IT
229
verðlaun, 30 II. verðlaun, 14 III. verðlaun og 14 engin
verðlaun. Er þetta óvenju glæsileg útkoma á stórri
sýningu haustið eftir fjárskipti. Á töflu E sést, hverjir
áttu I. verðlauna hrútana og hvaðan þeir voru ætt-
aðir. Karl á Smáhömrum átti 3 hrúta ágæta, Goða frá
Goðdal, Bakkus frá Bakkaseli í Nauteyrarhrreppi og
Sóma frá Bassastöðum. Vestri Ágústar á Hvalsá var
einnig ágætur. Þór, ættaður frá Gilsstöðum, og Stakk-
ur, ættaður frá Stakkanesi, báðir eign Björns á Hey-
dalsá, voru ágætlega gerðir og holdþéttir en í léttara
lagi. Múli Jóns á Gestsstöðum, frá Múla í Nauteyrar-
hreppi, var framúrskarandi vel gerður. Laugi Daníels
í Tröllatungu, l'rá Laugabóli, var einnig ágætur, en í
léttara lagi.
Yfirleitt voru hrútarnir í Kirkjubólshreppi svo
kostamiklir, að vandalaust ætti að vera að fá þar upp
ágætt fé aftur á fáum árum.
Hólmavíkurhreppur. Þar voru sýndir 16 hrútar vet-
gamlir. Þeir vógu að meðaltali 78.5 kg. Sex þeirra
hiutu I. verðlaun. Sá þyngsti var Gils Magnúsar Lýðs-
sonar, ættaður frá Gilsstöðum. Hann vóg 91 kg. Gils
er ágætum kostum búinn en hafði þó slæman galla
- - sigið bak, aftan við herðakambinn. Stakkur Þor-
geirs á Hrófá, frá Stakkanesi, er afbragðs hrútur, vóg
85 kg, holdgóður og vel gerður. Steinn Stefáns Páls-
sonar, Víðidalsá, frá Gunnari Steini á Laugabóli í
Nauteyrarhreppi, er ágætlega gerður í alla staði. Bakki
Gests Pálssonar, Víðidalsá, frá Bakkaseli i Nauteyrar-
hreppi, er framúrskarandi vænn og holdamikill, vóg
84 kg, og ullarmikill en nokkuð grófullaður. Bakki er
of háfættur til þess að hafa hin æskilegustu vaxtar-
hlutföll. Hrútarnir frá Bakkaseli, sem sýndir voru í
Strandasýslu og hlutu I. verðlaun, voru allir hyrndir,
hvítleitir í andliti, stórir og þungir, sterklega byggðir,
með ágæt bakhold og ágæta bringu, en háfættari en
skyldi. Þeir virtust hafa allmikla kynfestu til að bera.