Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 236
230
B Ú N A Ð A R R IT
Hrófbergshreppur. Sýningin þar var vel sótt. Sýndir
voru 23 hrútar, 16 fullorðnir og 7 veturgamlir. Þeir
fullorðnu vógu að meðaltali 96.5 kg eða 0.8 kg meira
en 1945, en 6.6 kg meira en 1931. Af fullorðnu hrút-
unum hlutu 9 fyrstu verðlaun og vógu þeir að meðal-
tali 101.9 kg. Þetta eru yfirleitt ágætir hrútar, mjög
vænir, rétt byggðir og holdmiklir. Þeir hafa margir
of þellitla ull og eru sumir gulflekkóttir. Þeir eru há-
fættari en æskilegt er, einkum jötnarnir frá Hrófbergi
og Stað. Staðarféð var áður á Víðivöllum, Fjárstofn-
inn i Hrófbergshreppi er nú, að viðbættu fénu á
nokkrum bæjum í Kaldrananeshreppi, eina eftirlif-
andi féð af hinu þekkta Óskyni, eins og áður er að
vikið. Er það mikið happ fyrir Strandasýslu, að féð
á þessum fáu bæjum skyldi sleppa við mæðiveikina,
]>ví hvernig sem það reynist í fjarlægum héruðum,
þá er þetta framúrskarandi fjárstofn fyrir bændur í
Strandasýslu, sem búa við mikla landkosti, samhliða
miklu vetrarriki. Eftir því sem ég hef kynnzt Stranda-
sýslufé, sem flutt hefur verið víða um land, þá hefur
])að þolað verr vistaskiptin en hið smávaxnara og
holdþykkara Kleifafé úr Gilsfirðinum, frá Ólafsdal,
Kleifum og viðar.
Tvö síðastliðin haust hafa margir hrútar verið
keyptir inn á fjárskiptasvæðin úr Hrófbergs- og Kald-
rananeshreppum og svo mun verða gert á næstu ár-
um. Vonandi reynast þeir yfirleitt vel, en ég vil benda
fjárkaupamönnum sérstaklega á það, að kaupa eink-
um þykkvöxnustu og holdmestu hrútana, sem eru
lágfættir með gleitt setta beina fætur, en forðast eftir
því sem unnt er, að kaupa þá sem eru háfættir með
illa vöðvafyllt læri, þótt þeir sýnist mestir á velli og
vegi vel á fæti. Einhver bezt gerði hrúturinn á sýn-
ingunni i Hrófbergshreppi var Gulur Magnúsar í Hól-
um. Hann er framúrskarandi þykkvaxinn, holdgóður
og harðlegur, en hefur of grófa og þellitla ull. Ég hef