Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 241
BÚNAÐARRIT
235
ist fremur í afturför. Mun það orsakast einkum af
því, að prófastur hefur leyft fjárkaupamönnum að
velja um of það allra bezta iir lömbunum að undan-
förnu.
Sú stefna sýnir að vísu drenglyndi prófasts, að leyfa
þeim, sem fjárlausir eru orðnir og verða að byggja
allt upp að nýju, að fá úrvals lömbin keypt, en það
getur með tímanum spillt heimastofninum um of.
Salvar bóndi í Reykjarfirði og Hákon sonur hans,
liafa um Iangt árabil átt stórt og fallegt fjárbú. Meiri
hlutinn af fé þeirra er kollótt, Kleifablendingar. All-
mikil kynfesta er komin í þennan stofn og prýða hann
margir kostir. En þó verður vart úrkynjunar þar eins
og oft vill verða, þar sem skyldleikarækt er viðhöfð.
Reykjarfjarðarféð er frítt, stórt, bollangt, fremur
háfætt og hefur tæplega nógu vöðvafyllt læri, eink-
um neðan til. í Reykjarfjarðarfénu eru tvímælalaust
margir ágætir eiginleikar, en það þarf að reyna blönd-
un á því við enn þykkvaxnara og holdmeira fé.
Bezti hrúturinn í Reykjarfjarðarhreppi var Sóti Páls
í Þúfum, óaðfinnanlegur hrútur. Tafla F. Tvo aðra
í'yrstu verðlauna hrúta átti Páll í Þúfum. Féð í Þúfum
er vænt en kynfesta ekki mikil i því enn. Fyrir 8 árum
var féð þar yfirleitt hornótt og ekki vel holdgróið, en
dugnaðarlegt og vænt. Siðan hefur verið lögð meiri
rækt við kollótta féð og lagt kapp á að fá féð hold-
meira og þykkvaxnara. Hefur það borið mikinn ár-
angur, eins og sjá má á hrútunum í Þúfum.
Flosi Ólafs á Keldu er ágætur hrútur, friður og vel
vaxinn, ættaður frá Þúfum. Kópur ólafs í Skálavík,
kollóttur hrútur, vel gerður, er eitthvað blandaður
Gottorpskyni. Hnifill og Hilmar Jóns i Skálavík eru
báðir kostamiklir. Valur Þorsteins í Hörgshlíð, hyrnd-
ur, ættaður frá Reykjarfirði, er ágætlega gerður.
Ögurhrcppur. Þátttaka i sýningunni þar var lítil.
Sýndir voru 11 hrútar, sænhlega vænir en ekki nógu