Búnaðarrit - 01.01.1948, Side 243
BÚNAÐARRIT
237
að vaxa þarna, bæði ræktun lands og búfjár og vegi
og síma þarf að leggja ura þessar sveitir, þá verður
óvíða betra að búa á íslandi en við ísafjarðardjúp.
Vestur-ísafjarðarsýsla.
Sýningar voru haldnar í öllum hreppum sýslunnar,
nema i Suðureyrarhreppi, sem óskaði ekki eftir sýn-
ingu. Sýningarnar voru vel sóttar. Sýndir voru 154
hrútar, 101 fullorðnir og 53 veturgamlir. Þeir full-
orðnu vógu 90.0 kg að meðaltali, eða 2.5 kg meira en
1945, en 7.5 kg meira en 1931. En veturgömlu hrút-
arnir vógu að meðaltali 73.8 kg, eða 3.7 kg meira en
1945 og 9.6 kg meira en 1931. Nú hlutu 25 hrútar i
sýslunni I. verðlaun eða rúm 16% en 1945 hlutu rúm
10% af sýndum hrútum á sama svæði I. verðlaun.
Þetta sýnir glögglega allmikla framför i fjárræktinni
i Vestur-ísafjarðarsýslu á undanförnum árum.
Flateyrarhreppur. Þar voru sýndir aðeins 7 hrútar,
cnda er fátt fé i þessum hreppij Hrútar þessir voru
vænir og vel nothæfir, nema tveir, en enginn hlaut I.
verðlaun.
Mosvallahreppur. Þátttakan i sýningunni þar var
góð. Sýndir voru þar 31 hrútur, 22 fullorðnir og 9
veturgamlir. Þessir hrútar voru yfirleitt miklir á velli
og allþungir, en ekki að sama skapi vel byggðir og
holdgrónir. Aðeins 3 þeirra hlutu I. verðlaun, Prúður
Kristjáns í Tröð, Holti á Vífilsmýrum og Gulur, vetur-
gamall, á Hóli. Þessir þrír hrútar voru ágætlega vænir,
sjá töflu G, lágfættir og þykkvaxnir, en höfðu þó tæp-
lega nógu hreitt og holdgróið hak. Tveir þeirra, Holli
og Gulur, eru ættaðir frá séra Jóni í Holti. Fé hans
er þingeyskt að ælt, yfirleitt stórt og þungt á fæti.
Það hefur mikla bringu og sveran brjótskassa, heinar
og holdgóðar malir, en yfirleitt of holdþunnt á bak og
er of kviðmikið. Holtsféð hefur verið notað mikið til
k.ynbóta í Önundarfirði. Það hefur óefað aukið væn-