Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 244
238
BÚNAÐARRIT
leika fjárins þar, en ekki bætt vaxtarlag og holdafar
að sama skapi.
Mýralireppur. Þar voru sýningarnar ágætlega sótt-
ar. Sýndir voru 58 hrútar, 37 fullorðnir og 21 vetur-
gamlir. Fullorðnu hrútarnir voru nú 0.8 kg léttari en
1945, en 6.3 kg þyngri en 1931. Þeir veturgömlu
vógu hins vegar 2.4 kg meira nú en 1945 og
4.9 kg ineira en 1931. Nú hlutu 13 hrútar I. verðlaun.
Þeir voru allir fullorðnir og vógu að meðaltali 94.0 kg.
Bezti hrúturinn í hreppnum er Óðinn Hagalíns á
Ilrauni. Óðinn er mjög hraustlegur, fríður, þéttvax-
inn, réttvaxinn og holdgróinn og hefur reynzt ágætlega
til undaneldis. Hruni Guðin. Einarssonar í Brekku
er framúrskarandi vel gerður hrútur og sá bezti af
yngri hrútunum. Fálki Ragnars í Brekku, sonur Óð-
ins í Hrauni, er mjög vænn og vel gerður hrútur,
hniflóttur, svipmikill og dugnaðarlegur.
Kollur Gísla á Mýrum er ágælur hrútur og sömu-
leiðis Dropi Jóhanns á Höfða. Kolur Haraldar á
Haultabergi, frá Hagalín á Hrauni, er mjög þéttholda
og harðlegur, en þyrfti að vera vænni.
Féð á Ingjaldssandinum er þéttholda beitarfé, það
er fremur smátt, en hefur mikinn kjötþunga miðað við
þunga á fæti. Þar er starfrækt fjárræktarfélag og er
mikill áhugi fyrir kynbótum fjárins. Bændur á Sand-
inum hafa veitt því atliygli, hve mikilsvert er að
lömbin hafi mikla kjötprósentu, það er leggi sig vel á
blóðvelli, miðað við lifandi þunga. Taka þeir tillit til
þess við ræktunina, og mun þeim því takast vel að
rækta þarna fé, sem ekki svíkur. Mér sýnist féð á
Sandinum muni vera fremur seinþroska, en mjög end-
ingargott. í þeim hluta hreppsins, sein liggur að Dýra-
firðinum, er féð lakara en á Ingjaldssandi, einkum
lausara að byggingu og holdafari, en þó er þar víða
allgott fé eftir hrútunum að dæma. Sjá töflu G.
Þingeijrarhreppur. Þar voru sýndir 37 hrútar. Full-