Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 247
B Ú N A Ð A R R1 T
241
áhuga fyrir sauðfjárræktinni. Með betra vali á líf-
hrútum batnar vaxtarlag og holdafar fjárins furðu
fljótt.
Ketildalahreppur. Þar var þáttakan í sýningunni
ágæt. Þar voru sýndir 23 hrútar fullorðnir er vógu
90.5 kg að meðaltali og 8 veturgamlir, sem vógu 74.6
kg. Er það sami vænleiki og 1940, en um 6 kg meiri
meðalþungi en 1935. Sjö af þessum hrútum hlutu I.
verðlaun og voru þeir yfirleitt vel gerðir og vænir.
Bezti hrúturinn var Geiri Gísla á Kirkjubóli, mjög
þéttur og vel gerður hrútur. Sonur hans, Geiri í Feigs-
dal, er ágætur hrútur, bæði vænn og vel gerður. Tafla
H. Fleiri synir Geira voru sýndir og eru þeir flestir
lcostamiklir. Má því telja Geira kynbótahrút. Kollur
Friðriks í Hvestu í'rá Fossá á Barðaströnd, af Kleifa-
kyni, er ágætur hrútur. Sölvi Ólafs í Hiisum, frá
Kirkjubóli, er ágætlega holdgóður.
Yfirleitt eru hrútarnir í Ivetildalahreppi kosta-
iniklir, þótt sumir þeirra hafi grófa vaxtargalla.
Tálknajjarðarhreppur. Þar var sýningin fremur vel
sótt. Hrútarnir þar eru vænni en í nokkrum öðrum
hreppi sýsunnar. Nítján hrútar fullorðnnir vógu að
meðaltali 92.9 kg, eða 1.9 kg meira en 1945 og 10.3 kg
meira en 1931. Veturgömlu hrútarnir, 4 að tölu, vógu
81.5 kg, eða 9 kg meira en 1945 og 17.5 kg meira en
1931. Af þessum 23 hrútum hlutu 5 fyrstu verðlaun.
Beztur þeirra er G,læsir Guðlaugs í Stóra-Langadal.
Glæsir er frá Eyrarhúsum, feikna vænn og ágætlega
gerður. Glæsir og Prúður Guðm. á Kvígyndisfelli eru
vænir og kostamiklir hrútar, en Prúður hefur aðeins
of mjótt bak. Nasi í Sellátrum er mikill hrútur og að
ýmsu vel gerður.
Hrútarnir frá Eyrarhiisum bera með sér, að þeir
eru út af ræktuðu kostamiklu fé. Nú hefur því verið
eytt að svo miklu leyti, sem það var ekki selt i fjár-
skiptin í fyrra suður á Skarðsströnd.
16