Búnaðarrit - 01.01.1948, Side 248
242
BÚNAÐARRIT
Rauðasandshreppur. Þar voru sýndir 50 hrútar, 37
fullorðnir og 13 veturgamlir. Fullorðnu hrútarnir
vógu að meðaltali 90.8 kg, eða 4.2 kg meira en 1945.
Þeir veturgömlu vógu nú 73.5 kg, eða 1.8 kg meira en
1945 og 4.8 kg meira en 1931. Átta af fullorðnu hrút-
unum hlutu I. verðlaun. Tafla H. Spakur og Goði, son-
ur hans, í Melanesi eru báðir ágætir, einlcum þó sá
fyrrnefndi. Prúður séra Trausta í Sauðlauksdal er
prýðilegur hrútur bæði að vænleika, vaxtarlagi og svip.
Depill Daníels Eggertssonar á Hvallátrum, ættaður
frá Breiðuvík, er ágætlega gerður hrútur og einhver
sá lágfættasti í hreppnum. Prúður Guðm. Kristjáns-
sonar í Breiðuvík er óvenju prúður einstaklingur,
hnellinn, stuttur, sver, holdgóður og þolslegur. Hann
er fríður mjög, gulur á haus og fótum en hefur hvíta
ull. Prúður er varla fullþroska enn, þar sem hann er
aðeins tveggja vetra, og mun því bæta við sig þunga,
en samt er hann nú þegar vel þungur miðað við stærð.
Bardastrandarhreppur. Þar var þátttaka í sýning-
unni fremur góð. Sýndir voru 45 hrútar. Af þeim voru
2G fullorðnir og vógu þeir 91.2 kg að meðaltali, eða
4.1 kg meira en 1945 og 11.9 kg meira en 1940. Vet-
urgömlu hrútarnir vógu um 73.1 kg eða 8.2 kg meira
en 1940 og 11.1 kg meira en 1931. Þetta er meiri
þyngdaraukning síðan 1940 en í nokkrum öðrum
hreppi á Vestfjörðum. Níu hrútar hlutu nú I. verð-
laun í hreppnum, en 1940 enginn.
Beztu hrútarnir voru frá Hvammi, Fossá og Rauðs-
dal. Sjá töflu H. Ljómi í Hvammi, sonur Bletts, sem
hlaut I. verðl. 1945, og nú er á Sveinsstöðum í Klofn-
ingshreppi, sjá síðar, er framúrskarandi vænn, sterk-
byggður og holdgóður, einkum á bak. Kollur gamli í
Hvanuni er einnig ágætur. Hvannnshrútarnir eru þó
háfættari en æskilegt væri og hafa ekki sterka ull.
Þorkell og Blakkur á Brjánslæk eru vænir og vel
gerðir. Þeir eru báðir frá Hvammi. Blakkur hefur of