Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 249
BÚNAÐARRIT
243
gula ull. Smiður í Rauðsdal er ágætur hrútur, frernur
lúgfættur og þykkvaxinn. Hyrningur á Fossá er
framúrskarandi hrútur. Hann er mjög þungur eftir
stærð, lágfættur, réttvaxinn, holdgróinn og hraust-
legur með afbrigðum, fríður, svipmikill og ræktar-
legur.
Þótt hrútarnir á Barðaströnd séu í mikilli fram-
för, þurfa þeir mikið að batna enn, því margir hrútar
eru þar ónothæfir með öllu, sökum lélegs vaxtarlags
og holdafars. Algengasti gallinn á hrútunum á Barða-
strönd er, hve háfættir þeir eru og stórir, þrátt fyrir
litla þyngd. Ef bændur forðast háfættu, holdþunnu
hrútana um nokkurra ára skeið, þá gerbrevtist féð.
A ustiir-Barðastrandarsýsla.
Þar voru sýningar haldnar í öllum hreppum og
voru þær yfirleitt vel sóttar. Alls voru sýndir 141
lirútur. Af þeim voru 58 fullorðnir. Vógu þeir 88.5 kg
að meðaltali eða 4.7 kg meira en 1940. Veturgömlu
hrútarnir, 83 að tölu, vógu að meðaltali 76.6 kg, eða
6.2 kg meira en 1940. Fjárskipti voru framkvæmd
liaustið 1947 í Geiradalshreppi og hluta af Reykhóla-
sveit. Hrútarnir þar voru þvi næstum því allir vetur-
gamlir, og veldur því að mun fleiri veturgamlir hrútar
voru sýndir en fullorðnir. Fjörutíu og einn hrútur
hlutu I. verðlaun nú, eða rúm 29% af sýndum hrút-
uin. 1940 fengu rúm 16% af sýndum hrútum I. verð-
laun. Fullorðnu hrútarnir í Austur-Barðastrandar-
sýslu eru aðeins léttari en i Vestursýslunni, en vetur-
gömlu lirútarnir eru hins vegar þyngri í Austursýsl-
unni.
Hrútarnir í Austursýslunni eru mun betur gerðir
cn hrútarnir í Vestursýslunni.
Nokkuð margt af fénu í Austur-Barðastradarsýslu
er holdgott með meira og minna af Kleifablóði. Land-
kostir eru miklir í Austur-Barðastrandarsýslu, enda
L