Búnaðarrit - 01.01.1948, Síða 252
246
BÚNAÐARRIT
Múli Óla á Hamarlandi, líka frá Sturlaugi í Múla, er
ágætur hriitur, þótt hann jafnist ekki á við Bjart og
Draupnir.
Af veturgömlu hrútunum voru þessir beztir: Kinni
og Fífill í Bæ, báðir keyptir lömb frá Kinnarstöðum.
Sá fyrrnefndi er metfé, með fegurstu hrútum, hvar
sem á hann er litið, en sá síðarnefndi er jötunn vænn,
en ekki jafn vel gerður. Staður Björns á Hríshóli, frá
Snæhirni á Stað, sonur Múla, er framúrskarandi bæði
að vexti og holdafari.
Hnykill og Gylfi Jóns í Mýrartungu voru háðir ágæt-
ir. Sá fyrrnefndi er ættaður frá Kollabúðum, kollótt-
ur, en sá síðarnefndi frá Kinnarstöðum griðarlega
vænn en aðeins of bakmjór.
Geiradalshrcppur. Þar voru sýndir 29 hrútar, 4 full-
orðnir og 25 veturgamlir. Þeir veturgömlu voru vænir,
vógu 77.8 kg að meðaltali. Þessir hrútar voru flestir
ættaðir úr Gufudalssveit, en nokkrir frá Múla og
Laugabóli í Nauteyrarhreppi og Kollabúðum í Reyk-
hólasveit. Tíu af þessum hrútum hlutu I. verðlaun.
Má telja það ágætt á fyrsta ári eftir fjárskipti. Bendir
það til þess, að hrútarnir hafi verið vel valdir og gott
fé staðið að þeim.
Dropi í Garpsdal, Loðinn á Bakka og Bóli á Tind-
um eru allir frá Laugabóli, ágætlega vaxnir og vel
gerðir hrútar, en eklci þungir. Hörður í Gautsdal, frá
Fremri Gufudal, er hyrndur, ágætlega þungur og
kostamikill hrútur.
Snillingur, ættaður frá Múla i Gufudalssveit, Eyr-
ingur frá Eyri í G.ufudalssveit, báðir eign Gríms á
Tindum, og Spakur Orms á Kletti, frá Seljalandi í
Gufudalssveit, eru hvor öðrum betri hrútar, bæði hvað
snertir vænleika og vöxt.
Bændur í Geiradal ættu að geta komið sér upp
ágætu fé á fáum árum, þvi þeim hefur tekizt að fá