Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 254
248
BÚNAÐARRIT
þó að hafa hetri byggingu um herðar og breiðara bak.
Gjafar Jóhannesar á Kleifum, frá Sturlaugi í Múla,
og Gulur Rögnvaldar í Ólafsdal, frá séra Þorsteini í
Vatnsfirði, eru báðir ágætir lirútar. Hnífill Eyjólfs
á Efri-Brunná, frá Salvari í Reykjafirði, er líka kosta-
mikill en dálítið gallaður á herðar. Þessir fjórir hrút-
ar eru allir kollóttir eða smáhníflóttir og hafa yfir-
gnæfandi Kleifaeinkenni. Blettur i Hvítadal, frá Páli
i Þúfum, er ágætlega lagaður og holdmikill hrútur.
Hann er hyrndur. Svanur á Hvoli, frá Reykjarfirði
i Suðurfjörðum, er vænleika kind, en hefur of mjóan
spjaldhrygg.
Allur þorrinn af hrútunum í hreppnum er ættað-
ur úr Rauðasandshreppi, Suðurfjarðahreppi og úr
Reykjarfjarðarhreppi. Þeir voru fáir ónothæfir, en
flestir illa gallaðir á vöxt og holdafar, þótt þeir hefðu
sæmilegan vænleika.
Saurbæingar hafa um lengri tíma átt betri hrúta en
þeir eiga nú, og langt mun þess að bíða, að þeir eign-
ist jafn kostamikiö fé og þeir áttu fyrir fjárskiptin.
Skarðshreppur. Þar voru sýndir 18 hrútar vetur-
gamlir, sem vógu að meðaltali 78.8 kg. Þessir hrútar
eru flestir ættaðir úr Tálknafjarðarhreppi og margir
þeirra voru kostamiklir. Þrír hlutu I. verðlaun. Sá
bezli þeirra var Spakur Steingrims á Heinabergi,
ættaður frá Guðm. í Eyrarhúsum. Spalcur er jötunn
að vænleika, vóg 92 kg. Hann er einnig vel vaxinn og
holdgóður. Fieiri góðir hrútar í Skarðshreppi voru
ættaðir frá Eyrarhúsum. Mun Eyrarhúsaféð hafa
verið bezta féð í Tálknafjarðarhreppi áður en því var
fargað haustið 1947.
Klofningshrcppur. Þar voru sýndir 10 hrútar, 1
fullorðinn, sem hlaut I. verðlaun, og 9 veturgamlir.
Fullorðni hrúturinn, Blettur á Sveinsstöðum, var
keyptur i'rá Karli í Hvammi á Barðaströnd. Hann
hlaut þar I. verðl. 1945. Blettur er kollóttur, vóg 100