Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 255
BÚNAÐARRIT
249
kg, er með afbrigðum holdmikill og jafnvaxinn en
liefur fremur veika og þunna ull. Veturgömlu hrút-
arnir voru allir keyptir frá Fossá á Barðaströnd. Þeir
voru mjög misjafnir. Einn þeirra Barði á Ballará, er
ágætur að vænleika, vexti og holdafari, en hinir voru
meira og minna gallaðir og sumir algerlega ónothæfir.
Hygg ég að þessir hrútar hafi ekki verið rétt valdir
úr fénu á Fossá. Barði á Ballará bar með sér, að liann
var undan Hyrningi á Fossá, sem er ágætur hrútur í
alla staði, en flestir hinna báru með sér einkenni kol-
ótts hrúts á Fossá, sem er vænn en háfættur og hold-
rýr. Hafa synir Kols líklega verið miklir að vallar-
sýn sem lömb, en þess ekki verið gætt, að þeir hafa
verið lakar byggðir en synir Hyrnings. Rýrustu og
verst gerðu hrútarnir í Klofningshreppi voru kolóttir.
Tveir hrútar veturgamlir frá Fossá voru sýndir í
Hvammssveit. Þeir voru hvor öðrum betri, sjá síðar,
enda báru þeir með sér, að þeir voru synir Hyrnings
en ekki Kols.
Fellsstrandarhreppur. Þar var sýningin prýðilega
sótt. Sýndir voru 39 hrútar veturgamlir, er vógu 72.4
kg. Þeir voru flestir ættaðir úr Múlahreppi en nokkrir
af Barðaströnd. Margir af þessum hrútum eru vel not-
liæfir, en fáir ágætir. Fjórir þeirra hlutu I. verðlaun,
en fjórtán fengu engin verðlaun. Prúður á Valþúfu,
ættaður frá Firði, var bezti hrúturinn í hreppnum,
ágætur á vöxt og hold og liarðlegur á svip. Prúður
á Hellu, líka frá Firði, var einnig mjög góður hrútur.
Fleiri góðir hrútar voru þarna l'rá Firði. Einnig voru
sýndir þarna allgóðir hrútar frá Illugastöðum. Spak-
ur Hans á Orrahóli, frá Haukabergi á Barðaströnd, er
góður fyrstu verðlauna hrútur, sömuleiðis Hákon í
Stóru-Tungu, frá Haga á Barðaströnd.
Líkur eru til þess, að sæmilegt fé komi út af þess-
um lirútum, en þörf er þó á því að fá betri hrúta inn
í sveitina.