Búnaðarrit - 01.01.1948, Page 256
250
BÚNAÐARRIT
Hvammshreppur. Þar var mikil þátttaka í sýning-
unni og hrútar betri en í öðrum hreppum fjárskipta-
svæðisins í Dalasýslu. Veturgömlu hrútarnir 28 að
tölu vógu 75.4 kg að meðaltali. 5 hlutu fyrstu verð-
laun, 11 önnur, 7 þriðju og 5 engin verðlaun. Hrútar
þessir eru flestir ættaðir úr Ketildalahreppi, en nokkr-
ir úr Auðkúluhreppi og tveir frá Fossá á Barðaströnd.
Bezti hrúturinn í hreppnum og Jíklega bezti hyrndi
hrúturinn á fjárskiptasvæðinu í sýslunni, er Hrani
Guðmundar í Magnússkógum, frá Fossá, sonur Hyrn-
ings þar. Hrani er framúrskarandi vel vaxinn, hold-
góður og harðlegur og vigtar vel eftir stærð, 84 kg.
Hann er lítt aðfinnanlegur. Barði Geirs á Skerðings-
stöðum, frá Fossá, er líka mjög vel gerður hrútur.
Kubbur á Kýrunnarstöðum og Hoppi í Knarai’höfn
eru báðir fiá Bakka í Ketildalahreppi. Þeir eru
báðir vænir og kostamiklir hrútar. Sjá töflu J. Bjart-
ur í Rauðbarðaholti, frá Laufási í Ivetildalahreppi,
er einnig miklum kostum prýddur.
Hrútarnir í Hvanxmshreppi bera það með sér, að
þeir eru yfirleitt vel valdir, því fáir eru þeir óþolandi
á vöxt og hoidafar, þótt margt megi að þeixn finna og
aðeins 5 þeirra hlytu fyrstu verðlaun.
Laxárdalshreppur. Þar var sýning' sænxilega sótt,
en hrútar Ijótir. Þar voru sýndir 2 hrútar fullorðnir
og 33 veturgamlir. Aðeins tveir hlutu I. verðlaun og
7 önnur verðlaun, en 13 voru með öllu ónothæfir.
Þessir lirútar voru yfirleitt ættaði úr Auðkúlu- og
Þingeyraihreppum. Skársti hrúturinn var Spakur
Kristjáns á Lambastöðum, ættaður frá Borg í Arnar-
firði. Margir af þessum hrútum voru frámunalega
gallaðir, háfættir, bakmjóir, lioldþunnir með krapp-
an brjóstkassa og illa lagaðar herðar. Laxdælir þurfa
að fá keypta marga góða kynbótahrúta á næstu árum,
til þess að nokkur von sé til þess, að þeir komi upp
vel gerðu fé.