Búnaðarrit - 01.01.1997, Page 7
Formáli
Búnaðarritið, þriðja elsta tímarit landsins, kemur nú út í eitthundraðasta og
ellefta sinn. Ritið er mikið breytt frá því sem áður var og tveir aðilar, Bænda-
samtök Islands og Framleiðsluráð landbúnaðarins, standa nú saman að útgáfu
þess.
Ritinu er ætlað að vera alhliða upplýsingarit um íslenskan landbúnað á árinu
1997; ræktunarstarf, framleiðslu, sölu, verðlag og afkomu og sýna hvar á landinu
og í hvaða mæli hinar ýmsu búgreinar eru stundaðar. Einnig er stiklað á stóru
um rekstrarumhverfi landbúnaðarins og skýrt frá helstu breytingum sem urðu á
því á árinu. í viðauka er ýtarlegra talnaefni um framleiðslu, sölu og neyslu ýmissa
landbúnaðarafurða.
Markmið útgefenda er að setja efnið fram á einfaldan og aðgengilegan hátt
þannig að það geti hentað bæði bændum og öðrum sem að landbúnaði starfa, en
einnig öllum sem vilja kynna sér málefni landbúnaðarins.
Ritstjórar hafa við vinnu sína notið liðstyrks fjölmargra starfsmanna útgáfu-
aðila. Fyrir hönd útgáfunefndar vil ég þakka þeim sem komu að þeirri vinnu.
Reykjavík, í september 1998
Sigurgeir Þorgeirsson
formaður útgáfunefndar
5