Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1997, Side 9

Búnaðarrit - 01.01.1997, Side 9
BÚNAÐARRIT 1997 1. Inngangur Árið 1997 var hagstætt íslenskum þjóðarbúskap. Flestar greinar landbúnaðarins nutu þess og nam heildarverðmæti landbúnaðarafurða 17,6 milljörðum króna samkvæmt verðmæta- áætlun Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Sú þróun hélt áfram að ríkisútgjöld til land- búnaðarins lækkuðu og heildarstuðningur við landbúnað hér á landi lækkaði einnig að mati OECD. Árið 1997 var stundaður búskapur, þ.e. jarðyrkja, garðyrkja eða búfjárrækt á 3.807 búum sem skráð eru með virðisaukaskattsnúmer. Alls störfuðu 5.900 manns í landbúnaði á árinu og hlutur hans í landsframleiðslu var talinn vera 2%. Fleildarsala á kjöti jókst um 1,5% og var alls um 16.600 tonn. Þetta svarar til 61,2 kg neyslu á íbúa. Mest aukning varð á sölu alifuglakjöts, 16,3%, og svínakjöts, 4,9%. Sala á mjólkurvörum reiknuð út frá próteininnihaldi nam 102,7 milljónum lítra eða um 379 lítrum á íbúa. Er það ívið meira en árið á undan og kemur þar til aukin sala á osturn og jógúrtvörum. Framleiðsla á grænmeti og gróðurhúsaafurðum var yfirleitt í góðu meðallagi, þó bitnuðu langir dimmviðriskaflar illa á paprikurækt. Kartöfluframleiðsla var sömuleiðis í meðallagi. Vegna efnahagskreppunnar í SA-Asíu lækkaði verð á loðskinnum eftir nokkurn bata á árinu 1996, sem kemur illa við veika stöðu loðdýraræktarinnar. Mörg mikilvæg mál, sem varða landbúnaðinn, komu til afgreiðslu Alþingis á árinu 1997. Má þar nefna setningu laga um búnaðargjald, Lánasjóð landbúnaðarins, breytingar á lögum um Lífeyrissjóð bænda og breytingar urðu á ákvæðum um verðskerðingargjöld í búvöru- lögum. Þá var í árslok gengið frá samningi um starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar til loka verðlagsárs árið 2005. Ljóst er að landbúnaðarstefnan hér á landi mun á næstu árum að nokkru leyti mótast af niðurstöðu næstu samningalotu innan Alþjóða viðskiptastofnunarinnar. Sóknarfæri íslensks landbúnaðar eru meðal annars fólgin í því að framleiða hollar og hreinar afurðir, í hreinu og ómenguðu umhverfi. Þessa stöðu þarf að styrkja og kynna neytendum. Ennfremur þarf að skilgreina og viðurkenna fjölþætt hlutverk landbúnaðarins í byggða-, atvinnu- og umhverfis- málum og hafa að leiðarljósi við mótun landbúnaðarstefnunnar í upphatí nýrrar aldar. 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.