Búnaðarrit - 01.01.1997, Side 32
BÚNAÐARRIT 1997
fyrir bráðabirgðaniðurstöður fyrir árið 1997
og ekki sundurliðaðar með sama hætti og
gert er í endanlegu uppgjöri. Niðurstöður
ársins 1996 sýna fremur slaka afkomu
kúabænda. Að meðaltali gat reksturinn það
ár greitt í laun til eigenda og í vexti af eigin
fé kr. 1.390 þús. eða kr. 115 þús. á mánuði.
Að baki þessum niðurstöðum liggja bú-
reikningar 210 kúabúa. í töflu 13 eru
meðaltalsniðurstöður rekstrarreiknings, en
einnig niðurstöður rekstrarreiknings úr
völdum stærðarflokkum.
í töflu 14 er efnahagsreikningur sömu
búa og í töflu 13. Veltufjárhlutfall er í öllum
tilfellum lágt eða 0,23-0,32. Eiginfjárhlut-
fall er að meðaltali 0,43 en er langlægst á
stærstu búunum, 0,28.
f töflu 15 er sýnd afkoma kúabúa árin
1993-1997 samkvæmt búreikningum. Rétt
er að taka fram að ekki er um að ræða sömu
bú öll árin, heldur eru hér niðurstöður úr
uppgjöri búreikninga eins og Hagþjónusta
landbúnaðarins birtir þær árlega. Búin hafa
á tímabilinu farið heldur stækkandi. Eins og
sjá má í töflunni var afkoma kúabænda á
þessu tímabili fremur fremur slök, einkum
eftir árið 1993, en þá gætir hvað mest áhrifa
þeirrar framleiðnikröfu sem samið var um í
þjóðarsáttarsamningunum árið 1991, en
hún hafði í för með verðlækkun afurða og
verulega kjaraskerðingu fyrir kúabændur.
Tafla 13. Afkoma kúabúa 1996 skv. búreikningum, þús. kr.
Rekstrarreikningur
Fjöldi búa 210 31 53 25 6
Bústærð, ærg. Meðaltal, öll 401-500 501-600 701-800 >1.000
Fjöldi mjólkurkúa 26,3 22,6 26,1 32,2 53,3
Greiðslumark í mjólk, Itr. 94.064 72.993 92.951 121.991 213.829
Tekjur:
Nautgripaafurðir 5.800 4.399 5.752 7.469 13.404
Aðrar búgreinatekjur 515 493 466 579 1.321
Búgreinatekjur samtals 6.315 4.892 6.218 8.048 14.725
Aðrar tekjur 356 303 487 250 580
Tekjur samtals 6.671 5.195 6.705 8.298 15.305
Gjöld:
Breytilegur kostnaður 2.475 1.946 2.404 3.159 5.491
Framlegð 3.840 2.946 3.814 4.889 9.234
Hálffastur kostn. án launa 911 708 873 1.154 2.161
Afskriftir 1.226 942 1.230 1.643 3.546
- þar af niðurfærsla gr. marks 298 208 244 443 1.412
Rekstrarkostnaður án launa 2.059 1.599 2.198 2.342 4.107
Fjármagnskostnaður -286 -211 -264 -356 -846
Rekstrarhagnaður fyrir laun 1.773 1.388 1.934 1.986 3.261
Aðkeypt vinna og launat. gjöld 383 228 325 619 1.302
Hagnaður fyrir laun eigenda 1.390 1.160 1.609 1.367 1.959
Heimild: Hagþjónusta landbúnaðarins.
30