Búnaðarrit - 01.01.1997, Page 34
BÚNAÐARRIT 1997
Sauðfjárrækt
Afurðir sauðfjár eru kjöt, slátur, gærur og
ull. Samkvæmt verðmætaáætlun Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins fyrir árið 1997
gaf kjötið 82% af tekjum greinarinnar,
slátur tæp 3%, gærur tæp 8% og ull um 7%.
Verðmæti sauðfjárafurða voru samkvæmt
sömu heimild 22,4% heildarverðmæta land-
búnaðarafurða árið 1997.
I mörgum tilvikum eru margir aðilar á
sama býli skráðir innleggjendur sauðfjár-
afurða. Fjöldi innleggjenda er töluvert meiri
en fjöldi lögbýla með greiðslumark. Fjöldi
lögbýla með greiðslumark árið 1997 er
2.405 en voru 2.521 árið áður. Þetta er
4.6% fækkun, en 1. júlí 1996 rann út frestur
til að selja greiðslumark milli lögbýla. Árið
1997 komu 96% framleiðslunnar frá þess-
um búum eða 7.587 tonn. Frá lögbýlum án
greiðslumarks komu 282 tonn og frá fram-
leiðendum utan lögbýla komu 34 tonn.
Fjöldi sauðfjárbúa og stærð þeirra eftir
kjördæmum er sýndur í töflu 16.
Tafla 16. Fjöldi og stærð sauðfjárbúa 1997 eftir kjördæmum
Fjöldi lögbýla m. greiðslumark Innl. kindakjöt, kg Meðal innlegg, kg Virkt greiðslumark, ærg.
Reykjanessvæði 41 60.684 1.480 2.748
Vesturland 390 1.322.223 3.390 61.003
Vestfirðir 215 878.997 4.088 45.707
Norðurland vestra 438 1.542.876 3.523 78.729
Norðurland eystra. 419 1.315.676 3.140 65.211
Austurland 322 1.366.507 4.244 68.070
Suðurland 580 1.416.164 2.242 70.885
Samtals allt landið 2.405 7.903.127 3.492 392.353
Heimild. Framleiösluráð landbúnaöarins.
32