Búnaðarrit - 01.01.1997, Page 48
BÚNAÐARRIT 1997
Tafla 31. Fjöldi svínabúa og ásett svín
1993-1997
Ár Svínabú, fjöldi Ásett svín, fjöldi Meðal- bústærð, fjöldi
1993 103 3.610 35,0
1994 90 3.752 41,7
1995 86 3.726 43,3
1996 76 3.543 46,6
1997 64 3.514 54,9
Heimild: Bændasamtök íslands, Hagstofa íslands
október 1997 var tekið í notkun nýtt og
fullkomnara forrit í skýrsluhaldinu sem
mun gera skýrsluhaldið í senn einfaldara og
öflugra og auðvelda til muna uppgjör þess.
Samkvæmt niðurstöðum úr skýrsluhaldi
1997 er fjöldi nytjagrísa eftir gyltu 18-20 og
vaxtarhraði sláturgrísa á best reknu svína-
búunum 560-600 g á dag frá fæðingu til
slátrunar, eða 710-784 g á dag frá 25 kg
lífþunga til slátrunar. Þetta er nokkuð lakari
árangur en danskar tölur sýna. Samkvæmt
þeim var fjöldi nytjagrísa 24-27 eftir gyltu á
ári og vaxtarhraði frá 25 kg þyngd til
slátrunar 800-975 g á dag.
Fagráð í svínarækt sem tók til starfa á
árinu 1996 hefur sett það sem markmið
kynbótastarfsins í svínarækt að gera íslenska
svínarækt samkeppnishæfa við svínarækt í
Danmörku og þannig í stakk búna að hún
geti veitt erlendri framleiðslu samkeppni á
svínakjötsmarkaðnum hér á landi. I þeim
tilgangi að auka afurðagetu svínastofnsins
voru á árinu 1997 flutt inn kynbótasvín af
finnsku landkyni og Yorkshire-stofni. Síðar
er svo ætlunin að flytja til landsins svín af
Duroc-kyni og bæta enn kjötgæðin. Nýju
svínastofnanir hafa þegar verið teknir í
notkun að hluta í kjötframleiðslunni og
binda svínabændur miklar vonir við inn-
flutning finnsku svínanna.
Framleiðsla og sala
Framleiðsla og sala svínakjöts hefur vaxið
hröðum skrefum undanfarin ár. Framleiðsl-
an árið 1997 var 3.938 tonn og er það 5,3%
aukning miðað við árið 1996 þegar
framleiðslan var 3.740 tonn. Miðað við árið
1993 hefur framleiðsla svínakjöts aukist um
1.077 tonn eða 37,6%.
Sala svínakjöts árið 1997 var 3.937 tonn
eða um 23,7% heildarkjötsölu í landinu.
Þetta er 185 tonnum meiri sala en árið áður
eða 4,9% aukning. Miðað við árið 1993
hefur sala svínakjöts aukist um 1.088 tonn
eða 38,2%.
Á tímabilinu 1993 til 1997 hefur neysla
svínakjöts aukist úr 11,0 kg á íbúa í 14,5 kg.
Tafla 32 sýnir framleiðslu og sölu svínakjöts
1993-1997.
Tafla 32. Framleiðsla og sala svínakjöts
1993-1997, kg
Framleiðsla, kjöt Sala, kjöt Sala kjöts á fbúa
1993 2.861.057 2.848.992 11,0
1994 3.212.349 3.211.326 12,1
1995 3.330.215 3.264.945 12,2
1996 3.739.959 3.752.297 14,0
1997 3.938.358 3.937.335 14,5
Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Allt svínakjöt er selt á innlendum
markaði og nær allt ferskt. Birgðahald er því
yfirleitt mjög lítið.
Verðlagsmál
Afurðir svína lúta ekki opinberri verðlagn-
ingu en Svínaræktarfélag fslands gaf út við-
miðunarverðskrár þar til seint á árinu 1994.
Þá mæltist Samkeppnisstofnun til þess að
því yrði hætt og varð félagið við þeim
tilmælum.
Þróun verðs til framleiðenda á svínakjöti
er sýnd í töflu 33. Verð á svínakjöti lækkaði
verulega frá árinu 1993 til ársins 1997 eða
um 26,5%. Árið 1997 hækkaði verð til
framleiðenda lítillega miðað við árið áður
46