Búnaðarrit - 01.01.1997, Page 57
BÚNAÐARRIT 1997
Verðlagsmál
Afurðir ylræktar lúta ekki opinberri verð-
lagningu. Verð til framleiðenda hefur á
undanförnum árum sveiflast mikið milli ára,
en einnig innan hvers árs. Ástæður þessa eru
fyrst og fremst miklar sveiflur í framboði og
eftirspurn innan hvers árs, en uppsker-
umagn hvers árs hefur einnig áhrif á verðið.
Tafla 44 sýnir verð til framleiðenda sam-
kvæmt verðmætaáætlun Framleiðsluráðs
landbúnaðarins árin 1993-1997.
Afkoma ylræktarbúa árið 1996
Hagþjónusta landbúnaðarins birtir árlega
niðurstöður úr rekstraruppgjöri grænmetis-
og blómabúa sem unnið er úr skatt-
framtölum. Árið 1996 voru 43 grænmetisbú
og 10 blómabú í úrtakinu. Meginniður-
stöður úr rekstri eru að á grænmedsbúunum
var hagnaður fyrir fjármagnsliði 8,9% af
veltu, hagnaður af reglulegri starfsemi 4,5%
og hagnaður af starfseminni 3,8%. Á
blómabúunum var hagnaður fyrir fjár-
magnsliði 6,5% af veltu, hagnaður af reglu-
legri starfsemi 1,7% og hagnaður af starf-
seminni 2,7%. Tafla 45 sýnir rekstraryfirlit
fyrir grænmetis- og blómarækt árið 1996.
Tafla 46 sýnir efnahagsyfirlit sömu búa
og eru í töflu 45. Veltufjárhlutfall græn-
metisbúa er 0,94 og eiginfjárhlutfall 0,16.
Veltufjárhlutfall blómabúa er 0,48 en eigin-
fjárhlutfall er neikvætt, -0,36.
Tafla 44. Þróun framleiðendaverðs 1993-1997
Tómatar, Gúrkur, Paprika,
verðl. hvers árs kr. pr. kg verðlag 1997 kr. pr. kg verðl. hvers árs verðlag 1997 kr. pr. kg kr. pr. kg verðl. hvers árs verðlag 1997 kr. pr. kg kr. pr. kg
1993 138,55 148,87 97,25 104,49 322,04 346,03
1994 107,85 114,18 144,85 153,36 288,85 305,81
1995 193,16 201,08 157,17 163,61 338,53 352,41
1996 154,96 157,76 124,05 126,29 312,36 318,00
1997 147,85 147,85 134,47 134,47 314,86 314,86
Kínakál, verðl. hvers árs verðlag 1997 kr. pr. kg kr. pr. kg Sveppir, verðl. hvers árs verðlag 1997 kr. pr. kg kr. pr. kg
1993 71,63 76,97 203,67 218,84
1994 84,30 89,25 314,75 333,23
1995 118,57 123,43 327,07 340,48
1996 105,50 107,41 340,03 346,17
1997 129,97 129,97 357,49 357,49
Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins.
55