Búnaðarrit - 01.01.1997, Page 71
BÚNAÐARRIT 1997
Hlunnindi
Æðarrækt. Vorið 1997 var tíðarfar kalt í maí
og æðarfugl settist óvenju seint upp. Þrátt
íyrir það virðist sem dúntekja og varpnýting
hafi verið í góðu meðallagi um sunnanvert
landið, á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á
Norðaustur- og Austurlandi var tíðarfar
óvenju erfitt um tíma og urðu sums staðar
áföll vegna þess. Sala æðardúns gekk mjög
vel á árinu. Alls voru flutt út 2.627 kg og var
Tafla 63. Útflutningur á æðardúni
1993-1997
Tonn Meðal fob-verð Þús. kr./kg
1993 1,6 32
1994 3,8 26
1995 3,0 35
1996 3,5 54
1997 2,6 65
Heimild: Hagstofa íslands.
meðal fob-verð 65.486 kr/kg sem er hæsta
verð sem þekkt er á æðardúni. Tafla 63 sýnir
útflutt magn og fob- útflutningsverð á
æðardúni árin 1993-1997.
Selveiði. Eftir markaðsstarf undanfarinna
ára er nýting selskinna að komast í nokkuð
fastar skorður. Alls voru flutt út 429 spýtt
vorkópaskinn og 234 söltuð vorkópaskinn
voru notuð til framleiðslu innanlands á
kápum og jökkum. Einnig komu 369 söltuð
haustkópaskinn til vinnslu innanlands.
Aðrar selaafurðir eru nýttar í litlum mæli en
nefna má að veitingastaður í Reykjavík hefur
sérhæft sig í verkun, geymslu og matreiðslu
á selkjöti og hefur það á matseðlinum árið
um kring. Verðmæti selaafurða að með-
töldum greiðslum frá hringormanefnd, eru
talin hafa numið 10,6 milljónum kr. árið
1997.
Lax- og silungsveiði. Sumarið 1997 var
laxveiði í tæpu meðallagi. Alls veiddust
27.082 laxar á stöng (laxar sem sleppt er
aftur ekki taldir með) og er heildarverðmæti
69